alveg er það merkilegt að það megi ekki setja fjöldatakmarkannir í þennan blessaða skóla, það er ekki hægt að hafa hann úttroðin af nemendum eins og t.d í HÍ mér finns þetta nú pínu skondið að Auðlindadeildin ætli að taka inn 75 nýnema á næstu önn, jú jú það þarf enn er það raun hæft? við erum núna ca 50 og það á öllum árum, og erum við ekki bara að sprengja utan af okkur húsnæðið! Þar sem nýa húsið verður ekki tekið í notkunn fyrr en um næstu áramót, og það hús er örugglega allt of lítið hvort eð er við eigun að ég held að deila því með hjúkkunum, arrggg hjálp..... hehe og svo eiga allar heimsins stofnannir að vera þarna líka. hvar eigum við að vera........
svo að ég vitni í hann Bjarka
Miklar framkvæmdir standa nú yfir á Sólborgarsvæðinu við svokallað “rannsóknar- og nýsköpunarhús” og segir í lýsingu á því verki að húsið muni hýsa raunvísindakennslu við HA, Matvælasetur HA, Rannsóknarstofnun HA, Byggðarannsóknarstofnun Íslands, Ferðamálasetur HA, Akureyrarsetur Náttúrufræðistofnunar Íslands, Veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunar, skrifstofu PAME á Íslandi, skrifstofu CAFF á Íslandi, stofnun Vilhjálms Stefánssonar, útibú jarðeðlissviðs Veðurstofu Íslands, útibú Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins á Akureyri, útibú Hafrannsóknarstofnunar á Akureyri, útibú Rannsóknarsviðs Orkustofnunar og frumkvöðlasetur á vegum iðnaðarráðuneytisins. Hvað þetta þýðir fyrir hinn almenna nema við HA veit ég ekki og ég auglýsi eftir vitneskju mér fróðari manna um þau mál en þetta hljómar einhvern veginn ekki eins og þessu húsi sé ætlað að leysa úr grunnþörfum háskólanemans eins og t.d. boðlegri námsaðstöðu og það er leiðinlegt ef satt er.
Hvar eigum við að vera?????
miðvikudagur, apríl 21, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli