sunnudagur, apríl 11, 2004

Gleðilega páska

Vá hvað maður finnur sér ekki til að gera þegar maður á að vera að læra, nú erum við hjónin búin að laga til í kotinu, þvo þvott, vaska upp, tala við helstu fjölskyldu meðlimi, undirbúa kvöldmáltíðina, stúta páskaegginu, og skella nýu lúkki á síðuna. og það allt fyrir kl 4. Þá er kannski best að læra pínu..... humm

Greyið hún litla systir mín búin að vera fárveik í marga daga og liggur nú á sjúkrahúsinu á Norðfirði, með lungnabólgu.
Núna eru líka allir í útlöndum nema ég......uuuhh og nokkrir aðrir. Pabbi og mamma eru í Lúxembúrg, familían hennar Auðar er úti í Grikklandi, og tengdafamiían hennar Þorgerðar er úti í Afríku. svekk, mig langar til útlanda........

Engin ummæli: