laugardagur, janúar 31, 2004

föstudagur, janúar 30, 2004

Sko ég var að kaupa mér SACLA pasta sósu, hún er pökkuð inn í smá pappa sem er með smá leiðbeiningum og uppskriftum utan á og þar rak ég augun í þessa setningu.

Keep this little jar in the fridge for a couple of weeks after opening.

Þetta gæti kannski valdið smá óþægindum ef maður borðar mikið af svona sósum þar sem ísskápurinn væri þá fullur af tómum krukkum.... og þurfa þá að muna að á tveggja vikna fresti að henda elstu krukkunum.
Þetta er sko þannig sósa að maður notar mest allt ef ekki allt úr krukkunni í einu.

Okkur fannst þetta að minnsta kosti fyndið....

mánudagur, janúar 26, 2004

jæja nú er komið að því ég, Bára, Gunna og Katla ætlum að reyna að koma á reunion með öllum þeim sem voru á fyrsta ári á Eiðum 1996-1997. Stefnt er að því að halda þessa samkundu síðustu helgina í júní eða fyrstu í júlí. Þannig að
Endilega hafið samband ef þið viljið vera með.......sigste@hotmail.com
Í dag er stór dagur hann Ingó minn á afmæli orðin aaalllllvvveeg 23 ára gamall og svo eigum við 3 ára trúlofunar ammli.
Ingó ástin til hamingju með daginn.

sunnudagur, janúar 25, 2004

Jæja þá er átakið hafið, jú jú í kjólin fyrir jólin er sennilega markmiðið hehe maður verður að huxa stórt. nei án gríns þá er átakið komið í gang við hjónin skunduðum í vaxtaræktina og hentum seðlum í sitthvort kortið og nú verður sko tekið á því. Farið var að ískra all svakalega í (harð) sperrunum af kæti við að fá að kvelja mig svo ummunar, en ég læt ekki segjast og rembist eins og rúpa við stein ( annað hvað var hún að rembast? eða er ég bara svona vitlaus að skilja já og eða misskila þetta svona svakalega).
Það er mikið á sig lagt ég þarf að labba í 10-20 mín(eftir því hvað snjóar mikið) í ræktina sem er stað sett hjá sundlauginni, ég bý beint á móti löggustöðinni og svo er skólinn beint á móti Glerártorginu. uuuu afhverju er ég að lýsa þessu fyrir ykkur(ykkur hverjum) þeir örfáu sem lesa þetta hafa ekki hugmynd hvar þetta er og þeir eru engu nær eftir þessa lýsingu....hver veit hvar gulablokkin er.... jú hún er beint á móti löggustöðinni...hvar er löggustöðin.. jú jú hún er beint á móti gulublokkunum.
Sem sagt tilgangurinn með þessum pistli var að láta ykkur vita að ég hef sagt vömbinni og varadekkjunum stríð á hendur.
Takk fyir og góða nótt

miðvikudagur, janúar 21, 2004

Mig langar til að þakka veðurguðinum fyrir þessa heimsku hláku, hvernig væri nú að ákveða sig. það var ekki fyrir manneskju á adidas skóm að labba í skólan, var örugglega 20 mín. að labba í skólann, tekur venjulega svona 7 mín. þannig að víííííí.
Það er eins gott að Auður mæti í skólan núna á eftir og þá ætla ég sko að biðja hana að skutttttllllla mér heim.
Ef einhver finnur sig knúin til að gefa mér mannbrodda þá kæmu þeir að góðum notum.

miðvikudagur, janúar 14, 2004

Ég, Ingó og Auður skelltum okkur í bíó í gær og jújú við fórum á Hilmir snýr aftur (Hvað er það með að þurfa alltaf að þýða svona titla??). Myndin er snilld, þá er það vægt til orða tekið hún er frábær. Samt er það eitt sem fer pínu í mig varðandi myndina, Hobbitarnir eru svo mis stórir (já eða litlir) miðað við hina leikarana. En hvað með það.
jæja þá er skólinn byrjaður aftur á fullum krafti, nú er það bara að halda í við kennarana. Það er samt svolítið skondið hvernig þeir kenna, byrja á því að fara svakalega vel í e-ð einfalt eins og hvernig metrakerfið virkar svo dæmi sé tekið, svo spæna þeir af stað og maður finnur ekki leiðina í reyknum og þeir tönglast á því hvað þetta er einfalt. ????

Hvað er það með veðrið, það virðist bara snjóa endalaust og hvar eru þeir sem vinna við það að moka þennan snjó?, Jú þeir eru að moka plönin hjá fyrirtækjum bæjarins, sko ef engin kemmst eftir veginum að fyrirtækjunum þá þarf ekki að ryðja svona vel...
Verð að fara

þriðjudagur, janúar 06, 2004

það fer svolítið í mig þegar fólk spyr mig um mitt nám, jú ég er að læra umhverfisfræði. það er ekki samasemmerki á milli þess að vera í umhverfisfræði og að skrá sig í vinstri hreyfinguna grænt framboð. HALLÓ
Það hvá allir og segja "jahá og hvað segir pabbi þinn við því?" Halló halló hvað er að. sko, í fyrsta lagi er ég ekki að ganga til liðs við Hjörleif Gutt, og hvað hefur pabbi minn að segja með hvað ég er að mennta mig......
Ég er að mennta mig fyrir mig en ekki pabba þannig að.....

Góðar stundir

mánudagur, janúar 05, 2004

Nú er ég komin aftur heim eftir gott frí á búgarði þránda. Ég viður kenni það nú alveg að það er sko þrusu gott að vera komin heim á Akureyri, þó að gleðin gæti verið margfalt meiri ef minn heitt elskaði hefði nú bara komið með heim en hann þurfti eitthvað aðeins að vinna og kemur því í síðastalagi á föstudaginn, þá verður kátt í höllinni.
Oh hvað er kallt og einmannalegt að vera hérna alveg galein. snökt

sko mig langar bara að benda þessum örfáu sem lesa þetta kjaftæði að það er nú allt í lagi að kvitta fyrir komuna.
Takk fyrir og góða nótt

fimmtudagur, janúar 01, 2004

Gleðilegt ár öllsömul vonandi mun nýtt ár veita okkur gjæfu og gleði. (og góðum prófum)