sunnudagur, mars 11, 2007

Tók athyglisbrests próf á netinu og fékk þetta svar:

Þú sýnir nokkur einkenni sem tengjast athyglisbresti/ofvirkniÞú virðist eiga í nokkrum erfiðleikum með athygli þína og einbeitingu sem svipar til einkenna athyglisbrests/ofvirkni. Svör þín benda til þess að þú eigir stundum erfitt með að einbeita þér að einu verkefni í einu eða halda vakandi athygli á fundum eða fyrirlestrum. Þessi einkenni virðast trufla þig við dagleg störf og valda þér nokkurri vanlíðan. Ráðlegast er að þú leitir frekari ráða heimilislækni eða hjá fagmanni á geðheilbrigðissviði (s.s. sálfræðingi eða geðlækni) til þess að fá ítarlegra mat og mögulega greiningu.

Ekki viss um að ég labbi inn til doksa og ath þetta, byrja á að prufa að taka vítamín, sofa reglulega (og nóg...). Humm er þá ekki spurning um að fara að sofa klukkan er víst orðin full mikið. Fer á morgun og kaupi Gingsen og eyrnatappa... ætli það virki?

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

HAHAHA... ætli við séum ekki öll með einhvern einkenni af þessu :). Væri flott eftir svona próf að fara með það til heimilislæknis síns.. hann myndi leggja mann inn á GEÐDEILD..
En já vítamín og góður svefn bjargar miklu.
Knús ;)

Sigga Hulda sagði...

Einmitt, spurning um að tölta til doksa og athuga þetta eheh.

Nafnlaus sagði...

Ég get bent þér á að "Herbalifeline" virkar á athyglina (Omega3). Og reyndar margt annað í leiðinni sem ætti að koma í veg fyrir geðdeildina :D
Kv. Drífa

Sigga Hulda sagði...

já Drífa, ég er að reyna að panta hérna úti en það gengur ekkert, veit ekki afhverju þau svara mér ekki, það er ekki hægt að hringja nema úr fastlínusíma hér í Baunalandi. Ég er búin með öll vítamínin mín og teið er búið... kannski er það bara það sem vantar....

Nafnlaus sagði...

Það eru herbalife auglýsingar út um allt.... hlýtur að geta fundið einhvern bauna til að selja þér stöffið.... :)

Nafnlaus sagði...

ég skal senda þér ef þú ert í veseni.. hefur bara samband.
Drífa

Sigga Hulda sagði...

Drífa veistu, ég hef einusinni lennt í tollinum hérna með svona, nenni því ekki aftur