Suma daga bara get ég ekki tjáð mig á dönsku, þið ættuð bara að heyra hljóðin sem koma út úr mér, ég skil mig ekki einu sinni!
Aðra daga talar maður bara eins og maður eigi heiminn.
Eins og gefur að skilja þá getur þetta leitt til ýmissa vandamála, mikið er erfitt að vera með spastíska málstöð.
Reyndar þegar ég huksa um það þá á ég í vandræðum með að tjá (hef reyndar allaf átt) mig á þeim tungumálum sem ég þykist kunna, en fólk segir að það sé víst eðlilegt. Huksa núna mjög svo undarlega íslensk-ensk-dönsku... það skilur ekki nokkur lifandi maður svoleiðis rugl.
Búin að komast að því að það er snilld að vera áskrifandi af tonlist.is það jafnast fátt á við gamla og góða slagara (reyndar í bland við nýja) meðan lesið er. Tók upp á því að hlusta á súkkat og hafdísi huld og það bara smell passaði við anatómíuna. Gaman að þessu
Það er alveg stór undarlegt hvað manni er alveg sama um keppina í tímum í skólanum tala nú ekki um vigtina þarna bara vita allir hvernig maður lítur út á nærfötunum, verð reyndar aðeins að fjölga nærfötum sem hæf eru til sýninga en það er annað mál. Hélt að það tæki hópinn aðeins lengri tíma að venjast þessu en nei nei við erum búin að vera hér í mánuð og bara tölltandi um hálf nakin í kennslustundum, eðlilegt, veit það ekki!
Best að fara að einbeita sér að lestrinum. Netið getur tekið dálítinn tíma. Þrátt fyrir að ég sé svona léleg að blogga.
góðar stundir
fimmtudagur, mars 01, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Elsku Sigga Mín
þúsund þakkir fyrir pakkan sem kom í dag þú hefur gott minni.
kv Helga
Skrifa ummæli