sunnudagur, júní 25, 2006

-Vinnan gengur svona upp og niður, held að við séum reyndar búin að ná botninum og þá er leiðin bara upp á við... ekki satt. Staffið mitt er núna svo rosalega veikt allir með kvef og hita.... spurning að KHB fari að gefa staffinu vítamín og sjá til þess að þau hreyfi sig, borði hollan mat og drekki nóg af vatni. Eheh bara hugmynd.

Ég er búin að vera voðalega dugleg og hjóla flesta daga í vinnuna og auðvita heim aftur. það er mun einfaldara en ég hélt. En að sjálfsögðu langar mig í bíl... en ég veit að ég get verið án hans þangað til framtíðin verður örlítið skýrari.

Nú er enn einn dagurinn að kveldi kominn það sem gerir þennan dag spes er að ég varð alveg heilu árinu eldri og vitrari (alltaf að halda í vonina) og nú vona ég að óheppnin fari að láta mig í friði. Næsta vika þarf bara að ganga vel vegna þess að ég þarf að vera á tveim stöðum á sama tíma seinni hluta vikunar þar sem ég er að fara að leysa múttu af á miðvikudaginn en Gulli kemur ekki aftur fyrr en næsta mánudag.... erfiðir tímar framundan og ég vona að allt gangi upp.

Mig langar svo að óska hinum afmælisbörnum dagsins til hamingju, þau eru Alma (Rauðhærði Reyðfirðingurinn,fædd 15 mín á undan mér á heilsugæslustöðinni á EG), Hildur (mýbúi), Lilja (tvíburamóðir), svo síðast en ekki síst systkinin Húni og Lára. Til hamingju öll, bara fallegt og skemmtilegt fólk sem deilir þessum deigi með mér.

Góða nótt

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hey svekk með myndirnar en sem betur fer voruð þið líka með digitalmyndavél:Þ En já ég vona að þér gangi vel í báðum vinnunum og fáir kannski smá svefn .........knús knús...btw ég var að kaupa mér geggjað hjól...:Þ

Nafnlaus sagði...

Jahérna!! Það er aldeilis "fjörið" í kringum ykkur!!!Þá held ég nú að það sé betra að sofa með inniskó undir lakinu ásamt nokkurm spilum :)
En maður á nú vonandi eftir að rekast á þig hérna í "sveitinni".. kannski maður rölti bara með Magnús Ara í hraðbúðina einn góðan veðurdag :)
Kv Drífa