sunnudagur, apríl 29, 2007

Mér þætti gaman að vita nákvæmlega hvaða dagur það er sem allir danir læsa sokkaskúffunni og pakka niður síðubuxunum. Hér er það nefninilega þannig að bara allt í einu eru allir í kvartbuxum(hehe.. að vera á kvartbuxunum... ætli fólk kvarti meira en vanalega) og sandölum (berfætir). Ég reyi eftir fremsta megni að halda í við þessa tísku, enda er þetta ákv. sparnaðar ráð þar sem maður þarf ekki að þvo sokka og langar buxur hehe.

Héðan er annars bara allt fínt að frétta, skólinn á fullu og það er alveg greinilegt skipulagsleysi kennara (auðvita eru til undantekningar..) er ekki einskorðað við ísalandið. Það er alltaf eins, seinnihluta annar er alltaf klikkað mikið sem á að gera.

Er búin að vera í mestu vandræðum, átti að kaupa "eitthvað" handa unganum sem á að koma í heiminn núna upp úr mánaðarmótum. Hvað veit ég um hvað á að kaupa handa ungabarni ... ekkert... veit ekki hvort kynið það er þannig að það hjálpaði nú ekki, var bara sagt að þeim vantaði "allt" þvílíkar upplýsingar. Þar sem ég þekki Guðveigu nánast ekkert var bara erfiðara að velja. Keypti smá af fötum (gulum hehe) og ákvað svo bara að gefa þeim stóra gjöf ásamt tengdó. Þannig að þau fengu sent smá af ósamstæðum fötum þar sem veit ekkert... en svona er þetta bara. Ég verð nú að komast í gírinn með að versla barnadót þar sem 2 eru á leiðinni í familíunni.

Er annars á leiðinni til Hamborgar á fimmtudaginn þar sem ég mun eyða helginni með Ingó. Það verður sko túristast helling ;) Hlakka svo til að skoða borgina, er búin að fara þarna í gegn nokkrum sinnum og lýst bara svo vel á þessa næststærstu borg Þýskalands.

Í dag, 29. apríl 2007 hefði langamma mín, Oddný Jónasdóttir orðið 100 ár, í til efni dagsins munu afkomendur hennar koma fyrir kross á leiði hennar í kirkjugarði á Stöðvarfirði. Hún lést af barnsförum (er þetta rétta orðið?) aðeins 29 ára, frá manni og fjórum börnum. Guð blessi minningu þína, amma!

nenni ekki meiru... yfir og út

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hmmm ungaföt já. erfitt þegar maður hefur ekki reynsluna, en til leiðbeiningar get ég sagt að samfellur og sokkabuxur er eitthvað sem alltaf er hægt að nota ásamt náttgöllum. Já og svo þar sem það er að koma sumar (eða reyndar komið hér fyrir austan) er gott að eiga þunnar húfur, léttar og þægilegar buxur og síðerma boli/þunnar peysur.... Bara svona næst þegar þú ferð í verslunarferð :)
En ég veit vel að það er sérstaklega erfitt að finna föt þegar maður veit ekki kynið þar sem allt er ýmist bleikt eða blátt!!
En bið að heilsa í bili...
Drífa

Nafnlaus sagði...

Þetta gekk svona glimrandi vel hjá þér Sigga mín: Sendinginn er sem sagt komin og þetta er rosalega flott.Kindurnar og kýrnar slógu heldur betur í gegn.Það er meira að segja búið að setja tvær af samfellunum ofan í tösku til að fara með á fæðingardeildina.Annars eru við að verða voða spennt því nú getur allt farið að gerast. Biðjum að heilsa héðan úr blíðuni fyrir norðann Kær kveðja Guðveig og Fúsi

Sigga Hulda sagði...

æi enn gott að þetta féll í góðann jarðveg. Þið látið bara vita ef ykkur vantar meira ;)