Jæja þá er búið að koma dótinu í kassa og þá er bara að koma öllu heim. Hvað er málið, hvernig í ósköpunum fer maður að því að safna öllu þessu dóti að sér. Reyndar er ég búin að endurnýja fata birgðirnar alveg gersamlega, held svei mér þá að ég hafi aldrei átt svona mikið af nothæfum fötum. En samt er þetta ekki svo mikið :S
Síðasta kvöldmáltíðin hér í íbúðinni verður í kvöld og koma Ben og Asger i mat, kjúklinga og fiski karry sko sitt hvor rétturinn. namm... það verður sko étið maður.... en já svo förum við með rútu til Norge annaðkveld komum svo aftur til köben þann 29 og svo bara heim á klakann....
Best að drullast til að fara að þrífa, það er sennilega leiðinilegra en að pakka, púff.
þriðjudagur, maí 23, 2006
miðvikudagur, maí 17, 2006
Jæja börnin góð! Við erum búin að bóka flug heim.
Lendum á Akureyrarflugvelli kl 20:50 þann 30. mai 2006.
Í gærkveldi lögðum við hjúin upp í leiðangur, vopnuð rauðvínsflösku, var ferðinni heitið að sækja heim Elfar og Marianne. Þar sem það tekur u.þ.b 10 mínútur að komast til þeirra varð nú að láta verða afþví að heimsækja þau svona rétt áður en við förum heim. já og ekki seinna vænna en að hitta hana Marianne almennilega, þar sem þau eru nú búin að vera saman í tjahh 7 og hálft ár og ég hef bara séð henni breggðafyrir, ekki einusinni lagt útlit hennar á minnið (skamm sigga). En þau sumsé buðu okkur í dýrindis elgssteik með öllu tilheyrandi, frábær matur og góður félagsskapur. Reyndar vorkendi ég Marianne dálítið mikið þar sem við hin vorum á minningarfylleríi, þ.e. rifja upp Eiða sögur og að spjalla um hvað hefði nú orðið um hinn og þennan. Nöfn flugu og við hlóum og auðvita vissi hún ekkert hverja við værum að tala um. Sorry Marianne. Takk fyrir gott kvöld.
Lendum á Akureyrarflugvelli kl 20:50 þann 30. mai 2006.
Í gærkveldi lögðum við hjúin upp í leiðangur, vopnuð rauðvínsflösku, var ferðinni heitið að sækja heim Elfar og Marianne. Þar sem það tekur u.þ.b 10 mínútur að komast til þeirra varð nú að láta verða afþví að heimsækja þau svona rétt áður en við förum heim. já og ekki seinna vænna en að hitta hana Marianne almennilega, þar sem þau eru nú búin að vera saman í tjahh 7 og hálft ár og ég hef bara séð henni breggðafyrir, ekki einusinni lagt útlit hennar á minnið (skamm sigga). En þau sumsé buðu okkur í dýrindis elgssteik með öllu tilheyrandi, frábær matur og góður félagsskapur. Reyndar vorkendi ég Marianne dálítið mikið þar sem við hin vorum á minningarfylleríi, þ.e. rifja upp Eiða sögur og að spjalla um hvað hefði nú orðið um hinn og þennan. Nöfn flugu og við hlóum og auðvita vissi hún ekkert hverja við værum að tala um. Sorry Marianne. Takk fyrir gott kvöld.
þriðjudagur, maí 16, 2006
föstudagur, maí 12, 2006
Þessi mynd er sum sé tekin af póstmanninum ógurlega fyrir framan blokkina sem við hjónin búum í. maður verður nú að eiga mynd af þessu.... ekki ??
Þið verðið að afsaka en ég fékk einhverja fáránlega þörf til að sýna ykkur þessa mynd.... fötin sem maður fær í póstþjónustunni eru kannski ekki alveg til að láta mann líta betur út en hér er þetta.... Vá það er eins og maður sé rúmlega tonn að þyngd.... gaman að þessu. tek það fram að það er ekkert grín að hreyfa sig í 25 gráðu hita í þessari múdderingu.. heeh get svo svarið að buxurnar eru úr ull....
Þið verðið að afsaka en ég fékk einhverja fáránlega þörf til að sýna ykkur þessa mynd.... fötin sem maður fær í póstþjónustunni eru kannski ekki alveg til að láta mann líta betur út en hér er þetta.... Vá það er eins og maður sé rúmlega tonn að þyngd.... gaman að þessu. tek það fram að það er ekkert grín að hreyfa sig í 25 gráðu hita í þessari múdderingu.. heeh get svo svarið að buxurnar eru úr ull....
Erum enn að bíða eftir svarinu sem átti að koma í síðustuviku eða byrjun þessarrar. Komin föstudagur og við höfum ekkert heyrt þannig að við bara bíðum spennt, vonum bara að svarið kom í dag. Þá getum við gert einhver plön...
Það er den store bededag í dag, sem er frí dagur hér í danaveldi þannig að ég á eftir að vinna heila 7 daga hjá post danmark. Þá er bara að pakka saman og .... veit ekki hvenær komið verður heim heheheh... sjáumst
Það er den store bededag í dag, sem er frí dagur hér í danaveldi þannig að ég á eftir að vinna heila 7 daga hjá post danmark. Þá er bara að pakka saman og .... veit ekki hvenær komið verður heim heheheh... sjáumst
sunnudagur, maí 07, 2006
íslenskt já takk!
Tengdó var svo góð að senda okkur lambalæru um daginn, og mamma send okkur einmitt fisk í sömuferð. Við erum búin að borða fiskinn en í gærkvöldi fórum við heim til Mortens sem er vinur Ingós. Ég tók yfir eldhúsið og snaraði fram þessu líka frábæra mat... góðu hráefni er auðvita ekki hægt að klúðra þannig að ég hafði þetta bara einfalt. Í þessu matarboði voru tveir sem fannst lambakjöt bara ekkert gott, annar þeirra fékk sér meira að segja pínu að borða áður en hann kom. Við skulum bara orða það nett að hann sá alveg rosalega eftir því að hafa gert það.. hehe. Núna skil ég afhverju danir borða svona mikið af svínakjöti... þeir hafa bara ekki smakkað gott lambakjöt.
Íslenska lambið(og auðvita mín snilldar matreiðsla (hóst hóst)) vakti svo mikla lukku að við erum að vinna í því að flytja kjöt hingað út... í svona míní magni.
kvöldið var mjög ánægjulegt en dagurinn í dag er búin að fara að mestu í að jafna sig af áti og drykkju kvöldsins..... siggan kveður í bili.. þunn og með frjókornaofnæmi á hæsta stigi..hor og slefa
Tengdó var svo góð að senda okkur lambalæru um daginn, og mamma send okkur einmitt fisk í sömuferð. Við erum búin að borða fiskinn en í gærkvöldi fórum við heim til Mortens sem er vinur Ingós. Ég tók yfir eldhúsið og snaraði fram þessu líka frábæra mat... góðu hráefni er auðvita ekki hægt að klúðra þannig að ég hafði þetta bara einfalt. Í þessu matarboði voru tveir sem fannst lambakjöt bara ekkert gott, annar þeirra fékk sér meira að segja pínu að borða áður en hann kom. Við skulum bara orða það nett að hann sá alveg rosalega eftir því að hafa gert það.. hehe. Núna skil ég afhverju danir borða svona mikið af svínakjöti... þeir hafa bara ekki smakkað gott lambakjöt.
Íslenska lambið(og auðvita mín snilldar matreiðsla (hóst hóst)) vakti svo mikla lukku að við erum að vinna í því að flytja kjöt hingað út... í svona míní magni.
kvöldið var mjög ánægjulegt en dagurinn í dag er búin að fara að mestu í að jafna sig af áti og drykkju kvöldsins..... siggan kveður í bili.. þunn og með frjókornaofnæmi á hæsta stigi..hor og slefa
laugardagur, maí 06, 2006
Afmælisbarn dagsins er:
-Besta vinkona mín í öllum heiminum
-fallegasta manneskja sem ég þekki, bæði að innan og utan.
-yngsta barn foreldra sinna.
-fylgir sinni eigin samvisku að næstum öllu leiti.
-einstaklega hæfileikarík
-gerir allt sem hún tekur sér fyrir hendur einstaklega vel.
ég gæti haldið áfram að telja svona en það gæti tekið allt of langan tíma því að listinn er svvooo langur...
Til hamingju með afmælið litla systir mín, tilhamingju með tuttugu árin. You know what they say...it's just down the hill from now... eheh but it's better to be over the hill then under it.
Njóttu dagsins, verð með þér í (vín)anda. Sjáumst svo fljótlega ;)
-Besta vinkona mín í öllum heiminum
-fallegasta manneskja sem ég þekki, bæði að innan og utan.
-yngsta barn foreldra sinna.
-fylgir sinni eigin samvisku að næstum öllu leiti.
-einstaklega hæfileikarík
-gerir allt sem hún tekur sér fyrir hendur einstaklega vel.
ég gæti haldið áfram að telja svona en það gæti tekið allt of langan tíma því að listinn er svvooo langur...
Til hamingju með afmælið litla systir mín, tilhamingju með tuttugu árin. You know what they say...it's just down the hill from now... eheh but it's better to be over the hill then under it.
Njóttu dagsins, verð með þér í (vín)anda. Sjáumst svo fljótlega ;)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)