þriðjudagur, janúar 31, 2006

jæja hvernig væri nú að blogga!!!!

ég er búin að sækja um vinnur út um allan bæ og svo heppilega vildi til að hringt var í mig í gær út af einni. reyndar ekkert skemmtilegasta vinna í heiminum og ekki beint á besta tíma nei nei eiginilega alveg hrútleiðinileg vinna á versta tíma.Ætli maður láti sig nú samt ekki hafa það svona þangað til manni býðst eitthvað bitastætt. Þetta er s.s. skúringar jobb (júppí) í aðalstöðvum Nordea bankans sem er geðsíkislega stórt hús með svakalegum rangölum. Mæting er klukkan 5:00 um morguninn(miðja nótt) sem þýðir það að ég þarf að taka næturbus þangað til að ég er búin að redda mér hjóli(venjulegir strætóar og s-tog byrja ekki að ganga fyrr en kl 5 svekk).
Fyrsta ferðin í vinnuna var nú ekkert sérstaklega skemmtileg. Stillti klukkuna á 3:40 til þess að vera nú smá fersk svona fyrsta daginn. Fékk mér morgunmat og tölti síðan af stað. Uppgvötaði mér til mikillar mæðu að ég þurfti að bíða smá stund eftir strætó vegna þess hve mikið ég flýtti mér að heiman. Þetta er kannski ekki frá sögu færandi nema vegna þess að ég ákvað bara að rölta á næstu stoppi stöð (bara svona til að drepast ekki úr kulda). Biðstöðin sem ég fer alltaf á er við enda Istedgade og keyrir strætó svo þá götu í átt að ráðhústorginu. Sum sé þá rölti ég af stað og tek svo eftir því að hvítur sendiferðabíll stoppar fyrir aftan mig (allt í lagi með það) svo fer hann alltaf smá áfram og keyrir stundum alveg við hliðina á méren fer aldrei lengra...... ég ákveð í panikki að snúa við (kallinn var mjög krípí) og rölta að upphaflegu biðstöðinni, haldið að kall fíflið snúi ekki við og elti mig til baka...... ég dó næstum úr hræðslu, hringi í Ingó og hleip heim með hjartað í buxunum. Sem betur fer þurfti ég að labba yfir torg til þess að labba heim og náði því að losa mig við krípið.... en ég missti samt ekki af strætó.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

OJJJJJJJJ krípí maður...
En til hamingju með vinnuna, betra en ekkert allavega í bili. Hafðu það gott og við sjáumst vonandi soon. knús

Didda sagði...

Hmm... get ímyndað mér að þetta hafi verið mjög óþægilegt. en þetta er samt alveg ótrúlega fyndið ;)

Sigga Hulda sagði...

já Didda mín! pínu fyndið svona núna!
Takk Bubba! já sjáumst fljótlega.