miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Pílagrimsför

Ingó og ég höfðum planað að fara í helgarferð til Odense, að heimsækja Báru mína Juul. Því miður gat Bára ekki tekið á móti okkur þessa helgi svo að við ákváðum að spara bara og dvelja því bara í skólanum hér í Hilleröd, ég búin ad fá herbergi handa okkur og alles en nei eitthvað leist mínum manni illa á þessa hugmynd og panntaði herbergi handa okkur á sveitahóteli á Jótlandi, nánar tiltekið á Taastrupgården sem er rétt fyrir utan Århus. Ég var nú kannski ekki alveg tilbúin að samþykkja þessa ráðagerð, var bara pínu skúffuð, nennti ekki að leggja upp í langferð, var búin að sjá fyrir mér rosa rólega helgi, en auðvita lét ég til leiðast og sé sko ekki eftir því.

Haldið var af stað á laugardags morgun, vorum mætt á lestarpallinn á Hovedbånegården kl 0730 að staðartíma tók þá við þriggja tíma lestarferð frá Sjálandi þvert yfir Fjón og upp Jótland til Árhúsa. Vorum nú ekki búin að skipuleggja ferðina þannig að það fór kannski ofmikill tími í ferðalög, en maður lærir bara af þessu, ekki satt? (Húmorinn var sko á réttum stad thegar vid stoppudum á lestarsødinni middelfart.) Röltum um Árhús og kom borgin bara nokkuð skemmtilega á óvart, þar eru sko brekkur, ég hef sko ekki séð almennilega berkku síðan í Tékklandi. Fundum svo strætóinn sem flutti okkur upp í sveit á þetta rosalega kósí hótel, fengum flottasta herbergið, eftir að hafa ráðfært okkur við eigendur staðarins var ákveðið að rölta bara um sveitina, skoða bæinn í nágreninu og sleppa því að ganga upp á “fjallið”. Jú jú við ætluðum að ganga á hæsta punkt Danmerkur, Himnabjargið, en þar sem var tekið að skyggja þá ákváðum við að gera það bara næsta dag, en þá uppgvötuðum við okkur til mikillar skelfingar að síðasti opnunardagur Legolands fyrir veturinn var þennan sunnudag, en það ætluðum við að skoða á mánudeginum, á heimleiðinni. Nú auðvita ákváðum við að skella okkur til Legolands, draumastaður fólks sem hefur leikið sér með slíka kubba.

Við sváfum yfir okkur þennan sunnudags morgun sem var ekki gott því að það átti að ná strætó sem gekk bara á þriggjatíma fresti þarna í sveitina. Sturtuðum okkur á met tíma og ætluðum að drífa í okkur morgunmat, en nei, auðvita var Daninn að breyta klukkunni, einn tíma aftur, þannig að við sváfum í rauninni “rétt” yfir okkur. Heppilegt!

Komum til Árhúsa tókum lest þaðan til Vejle, þar sem við vældum sko, því að næsti strætó að landinu góða fór sko ekki fyrr en eftir tæpa tvo tíma, það er sko ekkert hægt að gera í Væle kl 10 á sunnudags morgni, við bara röltum um og skoðuðum á meðan við biðum. Þegar við komum í rútuna var okkur tilkynnt það að það væri frítt í xbus í dag því að fyrirtækið átti 10 ára afmæli, þvílíkt svekkelsli þar sem við auðvita vorum búin að borga. Hnuss. En eníveis við komumst til Legolands. Þegar ég var að vara að fjárfesta í tveimur rándýrum aðgöngumiðum (199 dkr= 1900 isl kr) kom kona aðvífandi og vildi endilega selja okkur einn miða á 100 krónur danskar, því að hún hafði fengið slatta af frímiðum og gat ekki nýtt sér þá alla. Heppin við.
Legoland var skoðað í bak og fyrir, mikið rosalega er þetta flott, vá! Ég vildi svo endilega far í fullt af tækjum, við vorum nú búin að borga fyrir þetta afhverju ekki að nota það, en Ingó þrjóskaðist við, svo þegar fór að skyggja og við búin að skoða allt í það minnst tvisvar þá ákvað Ingó að það væri nú kannski gaman að skella sér í rússíbana. Humm ég var sko fljót að samþykkja það þar sem ég hef sko aldrei farið í svoleiðis tæki. Það endaði með því að við fórum í tvo rússíbana og eitthvað fleira, úff það er það eina sem ég get sagt. Eftir að hafa dvalið meirihluta dagsins í legolandi dröggluðumst við sem leið lá heim á hótelið.

Mánudaginn notuðum svo til þess að skoða okkur um á safni sem kallast den gamle by sem er staður innan Árhúsa sem safnað hefur verið saman gömlum húsum, líkt og Árbæjarsafnið er heima á klakanum. Safnið hefur verið starfrækt í rúm hundrað ár. Þarna var rosa gaman að koma, leikarar í ýmsum hlutverkum sást breggða fyrir t.d. keyptum við okkur brjóstsykur af kaupmanninum, fengum nýbakað bakkelsi hjá kaupmannsfrúnni, sem okkur þótti nú kannski full ung, þarna var líka barkari já og bara allskonar. Það var bara eitt sem hrjáði okkur í þessari heimsókn, göturnar þarna voru hreint út sagt ekki gangandi, s.s. það var ómögulegt að ganga þarna. Við vorum orðin svo þreytt í fótunum, settums á næstum alla bekki sem við sáum og máttum setjast á. Ég hef aldrei heyrt Ingó kvarta yfir sárum fótum fyrr en þarna. (þanning að ...).

Töltum á lestarstöðina og brunuðum heim til Köben. Ég skildi Ingó eftir heima hjá sér og hélt heim til Hilleröd (úff það eru svo mörg heim!). Þá var klukkan langt gengin í 10 og ætlaði minn maður bara að lesa pínu og fara svo að sofa, nennti ekki að hitta Kim og Ben, ætlaði bara að hitta þá daginn eftir. Ég hringi svo í Ingó þegar ég er komin á áfangastað og hann er þá kominn á kaffihús með strákunum og ætluðu að fá sér einn öl, úfff huksaði ég bara, sko það er nefninilega þannig að þegar farið er út til að fá sér einn öl þá verða þeir svona 4 og þá á að fara heim en nei þá er alltaf eitt skot og svo fara heim, neibb þau verða alltaf fleirri.
Þannig er mál með veksti að þetta er sko venjulega rútínan hjá þessum ágætu piltum, en núna var það þannig að Kim (þýskur) hafði verið viku í Rússlandi vikuna áður en hann fór var Ben (Breskur) á Spáni þannig að þeir höfðu ekki komið saman allir 3 í meira en 2 vikur (greyin). Segi ekki meira nema að Ingó missti af tímanum daginn eftir vegna þess að hann gat ekki staðið upp úr rúminu fyrr en kl 2 og það versta var að hann hafði hlakkað voðalega til að fara í þennan tíma og var búin að undirbúa sig voða vel. Greyið kallinn!

Af mér er það annars að frétta að ég hætti mér aftur út að hlaupa og villtist barasta ekkert. Takk takk takk takk

Þorgerður systir er að spá í að koma til mín þann 12 des og vera hjá mér til í viku, vera samferða mér heim... ohhh hlakka svo til að fá hana til mín.... júppí... eins gott að það sé ekki allt uppbókað :D

Mig langar svo í HARÐFISK. Góðann HARÐFISK. Bara svona ef ykkur langar voðalega til að senda mér eitthvað ;)

Engin ummæli: