Búhúúhú ég á svo bágt. Ég er búin að standast árásir flensunnar til þessa en nú eru öll vígi fallin og ég er komin með þessa líka skemmtilegu flensu, hausinn fullur af hori, nefrennsli dauðans, hósti, kraftmikill hnerri með miklu vatnsveðri, magaónot, hausverk, beinverkjum, vot augu og almennur slappleiki. en nei þá má ég sko ekkert vera að því að vera veik, við erum að klára að tæma íbúðina okkar á Akureyri og þrífum eins og brjálæðingar. Ætlum okkur að vera komin hér út um hádegi á morgun sunnudag. þcí er best að fara að koma sér að verki..... Það er alveg merki legt að þegar maður á að vera að gera e-ð gáfulegt þá finnur maður allskonar aðra hluti til að dunda sér við. humm.... Ingó er byrjaður að gefa mér illt auga... ætli ég fari nú ekki að hjálpa honum..
Sigga kveður frá Klettastígnum í síðasta skipti....... Góðar stundir.
laugardagur, maí 28, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Það er sko ekki gaman að vera veikur, ég er búin að vera veik í 5 daga núna ekki fjör =O(
Gangi ykkur vel með flutninginn
Komist þið ekki á ættarmótið áður en þið farið??
ég ætla sko ekki að missa af þessu blessaða ættamóti.... hef ekki farið á ættarmót síðan Lomminn hér um árið og ekki hjá þessarri ætt síðan á Eiðum forðum daga... er þetta annars ekki sama og þá... ?? humm (ein sem veit ekkert... )
Það verður sko mætt á ættarmót og slett ærlega úr klaufunum ;)
Jú mikið rétt þetta er sama fólkið og á Eiðum og svo var einhversstaðar fyrir austan árið 2000 ef mig minnir rétt. Ég missi bara af þessu öllu... Láttu þér batna :)
Þetta er sama lið og var rétt hjá Akureyri 95 og í Aratungu í 2000. Sko mig ég er bara alltaf búin að mæta. Sjáumst hressar og kátar kv Ásdís
já systir góð ég meinti einmitt fyrir austan fjall ekki austan austan :) En Sigga er ekki kominn tími á blogg ?? Þér hlýtur að vera að batna...ha koma svo. Hilsen frá DK
Skrifa ummæli