Sumarið er greinilega komið hér á Akureyri (í það minnsta í dag, það er aldrei að vita hvað morgundagurinn ber í skauti sér.) Hér er allt að verða orðið grænt, aspirnar sprungnar út með tilheyrandi ilm. Vaknaði meira að segja upp við það í morgun að einhver var að slá garðinn sinn. Það er ekki annað hægt að vera með bros á vör á svona degi þegar sólin skín, talan á hitamælinum stígur uppá við (hægt en örugglega) og allt er að vakna til lífsins úr vetrardvala.
Ég var í þann mund að svífa inn í draumalandið (fyrir nokkrum dögum síðan), þegar ég hrökk upp við það að ég áttaði mig á því að það er komin mai-mánuður og við hjónakornin erum að flytja til danaveldis í ágúst. úff það er voða stutt í það bara þrír og hálfur mánuður. vúppí
Ég er búin að sækja um í lýðháskóla, bara svona til þess að leika mér aðeins í baunalandi, ná upp dönskunni og hafa það bara gaman, en svo er það bara hvað ég á að gera seinni hluta dvalarinnar í landi ölsins. Einhverjar hugmyndir?
Þá áttaði ég mig líka á því að ég væri búin að vinna í 3 mánuði sem hafa verið mest fljótastir að líða, þökk sé hinum elskulega Stefáni sem ég er að vinna með, en nú er hann farin í "frí" úr Fljótsdalnum og verður að vinna á Hólum í Hjaltadal í sumar, úff hvað ég á eftir að sakna hans ógurlega (grenhhjjj). Það er eins gott að afleysingar kokkurinn sé skemmtilegur.
Jæja, ætli það sé ekki best að byrja að pakka saman dótinu mínu þar sem við eigum að skila íbúðinni í lok þessa mánaðar og þar sem ég á bara eitt frí eftir í mánuðnum, er ekki seinna vænna að byrja að flytja.
Ég vill bjóða hana Bubbu frænku velkomna í blogg heiminn
Hér er líka ein afmæliskveðja svona í lokinn: Hún Óla amma átti afmæli í byrjun þessa mánaðar, og varð hún 85 ára gömul. Mikið ætla ég að vona að ég verði svona frábærlega hress eins og hún er, þegar ég verð gömul.
Góðar stundir
laugardagur, maí 14, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Takk fyrir að bjóða mig velkomna :) Hvar er þessi lýðháskóli og hvar ætlið þið hjónakornin að búa ? kveðja fra DK
Takk fyrir það Skotta.... ég var nú eiginilega bara að bíða eftir því að einhver myndi koma með þessa hugmynd.
Skrifa ummæli