Jæja þá er víst komið árið 2005.
Til hamingju með það og takk fyrir þau sem á undan hafa gengið ;)
Árið 2004
-þetta ár var nú barasta allt of fljótt að líða það byrjaði á upptökuprófum með þeim skemmtilegheitum sem þeim fylgja
-mikið misskemmtilegt lært í skólanum og kennslan einkenndist af klúðri... út í eitt, bæði af minnihálfu og skólans.
-sumrinu eytt í Fljótsdalnum, heimasveit míns heitt elskaða á meðan dvaldist hann í minni fögru heimasveit (þannig að við hittumst nú ekki mikið) , eignaðist þar góða vini og kynntist því hvernig er að vinna með allskonar fólki (segi nú ekki hvað sem er á netinu (hehe)).
-Háskólann átti að taka með trompi en eitthvað misfórt það nú.. humm :)
-Jólum og áramótum eytt, í brjáluðu veðri, ásamt familíunni (öll börnin heima) á ættaróðalinu.
Árið 2005
Ég er ekki alveg viss hvað ég er að gera í augnablikinu, kannski bara hætt í skólanum, ekki komin með vinnu, veit ekkert, hvað er eiginilega að mér? Afhverju get ég ekki fundið mér e-ð áhugavert til þess að læra og ná að klára það
Hjálp!!! einhverjar hugmyndir um það hvað ég eigi að læra?
ég vill nú samt sem áður taka það fram að ég náði prófunum og er s.s. ekki að hætta vegna falls.
föstudagur, janúar 14, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Geturu ekki lært veggfóðrun? það held ég að sé ágætís nám ef maður vill eeeendilega klára námið ;)
Takk Didda mín.... Takk. hvar er hægt að læra það?
Skrifa ummæli