miðvikudagur, janúar 26, 2005

Í dag er æðislegur dagur, það er sjö gráðu hiti úti, þetta stóra gula (a.k.a. sólin) er farið að sýna sig í meira mæli og það vill svo vel til að þetta er dagur gleðinnar ;) Hann Ingó á afmæli og er hann þá búin að ná mér (hehe) orðin 24 ára gamall og svo eru það líka 4 ár síðan við trúlofuðum okkur.... bara lukka í gangi þessa dagana. Það verður humar og hvítvín í tilefni dagsins ;)Svo á hún Elva Rakel líka afmæli í dag, orðin 25 ára gömul... humm til hamingju með það.

Engin ummæli: