Mikið hefur verið talað um viðurkenninguna sem Bláalónið hlaut um daginn þ.e. besta náttúrulega heilsulindin. Þetta er svo sem gott og blessað nema hvað bláalónið er ekki náttúrulegt, þetta er manngert og tala umhverfisgúrúar um að þetta sé stærsta umhverfis slys á Íslandi (kannski fyrir utan ákv. vatnsaflsvirkjannir). Þannig var það að mann vissu ekki hvað átti að gera við þetta sull, sem er í raun og veru bara afgangsgroms frá virkjun háhitasvæðisins, þannig að þeir skelltu þessu bara út í haunið í þeirri von að það myndi bara leka aftur ofan í jarðlögin. þannig að þetta finnst mér svolítið öfugsnúið.... hvað finnst ykkur?
mánudagur, janúar 31, 2005
sunnudagur, janúar 30, 2005
Nú þegar ég er atvinnulaus aumingi (venjulega er ég bara aumingi) þá er það alveg ótrúlega erfitt að hafa sig í að gara einföldustu hluti eins og bara það að fara á fæturna á morgnana, búa um rúmið, fá sér að borða og bara alla þessa hluti sem virðast svo fjandi einfaldir við venjulegar aðstæður.
Þegar maður er í vinnu þá er alltaf verið að bíða eftir því að komast í frí til þess að geta gert allt það skemmtilega sem annars gefst ekki tími til að vinna í, lesa bækur, grúska, heimsækja vinina, fara til útlanda og allt það sem maður setur í bið vegna tíma skorts. En svo þegar maður hefur allan tíman í heiminum til þess að gera e-ð skemmtilegt þá bara gerist ekki neitt. Afhverju er það?
Þrátt fyrir leti afrekaði ég það nú að þrífa klósettið... humm ekki veitti nú af því.
Ég er ekki frá því að það sé aðeins að skammdegisþunglindi hafi verið á ferðinni síðastliðin mánuðinn. En núna þegar farið er að sjást meira í þetta stóra gula er gleðin farin að taka við sér... gaman að því.
Sko á mínum yngri árum þekkti ég sára lítið til fljótsdalsins og þeirra sem búa í dalnum enda bara einusinni komið þangað áður en ég byrjaði í menntaskóla (og það var á hraðferð með honum Jóa afa á rauðuþrumunni (lödu)) en þegar ég fór að kynnast íbúum þessa dals (Fúsa, Erlingi, Elfari og Ingó) var þeim tíðrætt um fegurð og veðursæld sinnar sveitar og verður mér oftar en ekki huxað til orða þeirra. Strákar mínir ég hef aldrei upplifað annað eins rok, eins og í sumar, og núna í ”logninu” var svo mikil ferð á því
Það var svo mikil ferð á logninu um helgina að grjót fauk og rúður brotnuðu það fauk meira að segja ruslagámur (og hann var fullur). Svona rok er ekki í minni sveit. (hehe)
Afrekaði það í dag að draga Ingólf frá bókunum og fórum við í stórskemmtilega gönguferð um Kjarnaskóg, koma það okkur nokkuð á óvart að göngustígarnir í skóginum eru upplýstir. Gott framtak það hjá yfirvöldum hér í bæ.
Þegar maður er í vinnu þá er alltaf verið að bíða eftir því að komast í frí til þess að geta gert allt það skemmtilega sem annars gefst ekki tími til að vinna í, lesa bækur, grúska, heimsækja vinina, fara til útlanda og allt það sem maður setur í bið vegna tíma skorts. En svo þegar maður hefur allan tíman í heiminum til þess að gera e-ð skemmtilegt þá bara gerist ekki neitt. Afhverju er það?
Þrátt fyrir leti afrekaði ég það nú að þrífa klósettið... humm ekki veitti nú af því.
Ég er ekki frá því að það sé aðeins að skammdegisþunglindi hafi verið á ferðinni síðastliðin mánuðinn. En núna þegar farið er að sjást meira í þetta stóra gula er gleðin farin að taka við sér... gaman að því.
Sko á mínum yngri árum þekkti ég sára lítið til fljótsdalsins og þeirra sem búa í dalnum enda bara einusinni komið þangað áður en ég byrjaði í menntaskóla (og það var á hraðferð með honum Jóa afa á rauðuþrumunni (lödu)) en þegar ég fór að kynnast íbúum þessa dals (Fúsa, Erlingi, Elfari og Ingó) var þeim tíðrætt um fegurð og veðursæld sinnar sveitar og verður mér oftar en ekki huxað til orða þeirra. Strákar mínir ég hef aldrei upplifað annað eins rok, eins og í sumar, og núna í ”logninu” var svo mikil ferð á því
Það var svo mikil ferð á logninu um helgina að grjót fauk og rúður brotnuðu það fauk meira að segja ruslagámur (og hann var fullur). Svona rok er ekki í minni sveit. (hehe)
Afrekaði það í dag að draga Ingólf frá bókunum og fórum við í stórskemmtilega gönguferð um Kjarnaskóg, koma það okkur nokkuð á óvart að göngustígarnir í skóginum eru upplýstir. Gott framtak það hjá yfirvöldum hér í bæ.
miðvikudagur, janúar 26, 2005
Í dag er æðislegur dagur, það er sjö gráðu hiti úti, þetta stóra gula (a.k.a. sólin) er farið að sýna sig í meira mæli og það vill svo vel til að þetta er dagur gleðinnar ;) Hann Ingó á afmæli og er hann þá búin að ná mér (hehe) orðin 24 ára gamall og svo eru það líka 4 ár síðan við trúlofuðum okkur.... bara lukka í gangi þessa dagana. Það verður humar og hvítvín í tilefni dagsins ;)Svo á hún Elva Rakel líka afmæli í dag, orðin 25 ára gömul... humm til hamingju með það.
föstudagur, janúar 14, 2005
Jæja þá er víst komið árið 2005.
Til hamingju með það og takk fyrir þau sem á undan hafa gengið ;)
Árið 2004
-þetta ár var nú barasta allt of fljótt að líða það byrjaði á upptökuprófum með þeim skemmtilegheitum sem þeim fylgja
-mikið misskemmtilegt lært í skólanum og kennslan einkenndist af klúðri... út í eitt, bæði af minnihálfu og skólans.
-sumrinu eytt í Fljótsdalnum, heimasveit míns heitt elskaða á meðan dvaldist hann í minni fögru heimasveit (þannig að við hittumst nú ekki mikið) , eignaðist þar góða vini og kynntist því hvernig er að vinna með allskonar fólki (segi nú ekki hvað sem er á netinu (hehe)).
-Háskólann átti að taka með trompi en eitthvað misfórt það nú.. humm :)
-Jólum og áramótum eytt, í brjáluðu veðri, ásamt familíunni (öll börnin heima) á ættaróðalinu.
Árið 2005
Ég er ekki alveg viss hvað ég er að gera í augnablikinu, kannski bara hætt í skólanum, ekki komin með vinnu, veit ekkert, hvað er eiginilega að mér? Afhverju get ég ekki fundið mér e-ð áhugavert til þess að læra og ná að klára það
Hjálp!!! einhverjar hugmyndir um það hvað ég eigi að læra?
ég vill nú samt sem áður taka það fram að ég náði prófunum og er s.s. ekki að hætta vegna falls.
Til hamingju með það og takk fyrir þau sem á undan hafa gengið ;)
Árið 2004
-þetta ár var nú barasta allt of fljótt að líða það byrjaði á upptökuprófum með þeim skemmtilegheitum sem þeim fylgja
-mikið misskemmtilegt lært í skólanum og kennslan einkenndist af klúðri... út í eitt, bæði af minnihálfu og skólans.
-sumrinu eytt í Fljótsdalnum, heimasveit míns heitt elskaða á meðan dvaldist hann í minni fögru heimasveit (þannig að við hittumst nú ekki mikið) , eignaðist þar góða vini og kynntist því hvernig er að vinna með allskonar fólki (segi nú ekki hvað sem er á netinu (hehe)).
-Háskólann átti að taka með trompi en eitthvað misfórt það nú.. humm :)
-Jólum og áramótum eytt, í brjáluðu veðri, ásamt familíunni (öll börnin heima) á ættaróðalinu.
Árið 2005
Ég er ekki alveg viss hvað ég er að gera í augnablikinu, kannski bara hætt í skólanum, ekki komin með vinnu, veit ekkert, hvað er eiginilega að mér? Afhverju get ég ekki fundið mér e-ð áhugavert til þess að læra og ná að klára það
Hjálp!!! einhverjar hugmyndir um það hvað ég eigi að læra?
ég vill nú samt sem áður taka það fram að ég náði prófunum og er s.s. ekki að hætta vegna falls.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)