Hún systir mín er að fara að keppa í smíðum í keppninni Iðnneminn 2006. Mín er ekkert smá stollt af liltu syss :D
Vinnan gengur barasta nokkuð vel, aðlögunin gengur bara vel. Það er sko hellingur af stórfurðulegu fólki sem vinnur þarna þannig að ég passa bara nokkuð vel inn í hehe.
Það voru meira að segja slagsmál í vinnunni í dag... aðeins of mikið testósteron.... ehehe mikið var það samt fyndið.
Það er einn ítali að vinna þarna, hann Luka, ferlega skemmtilegur gaur talar enskuskotna dönsku með ítölskum hreim. bara brilli. Hann kann tvö orð í íslensku, Halló kúkalabbi...... gaman að þessu
Í dag þegar ég kom heim úr vinnunni fékk ég algert kast, reif af rúminu og þvoði draslið (veitti ekki af púff), lagaði bara slatta til,bjó um rúmið(með smá hjálp) eldaði svo dýrindis máltíð handa okkur hjónunum, horfði á eina teiknimynd, þreif baðherbergið, fór í sturtu, bloggaði og er á leið í rúmið enda á að vakna kl 5 í fyrramálið. Svona skemmtilegur var s.s dagurinn hjá mér.... júppí
góða nótt!
fimmtudagur, mars 02, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
hehe takk sakna þín hér á klakanum
Skrifa ummæli