miðvikudagur, janúar 11, 2006

Ársuppgjör

Árið 2005 byrjaði ekkert sérstaklega skemmtilega, ég hafði ákveðið að hætta í námi við Háskólann á Akureyri og fara að vinna. Eitthvað gekk brösulega að finna vinnu og var ég atvinnulaus í mánuð. Það er hræðilegt að vera atvinnulaus maður hefur allan tímann í heiminum til þess að gera hluti sem maður hafði ekki tíma í að gera áður, ekki gerir maður það samt, maður byrjar í ákefð að leita sér að vinnu en efir ákveðinn skammt af neijumm fær maður nóg og hálf partinn gefst upp.

Leitaði ég þá á slóðir sem ég ætlaði sannarlega aldrei á aftur, nefninilega í vinnubúðir Landsvirkjunnar í Fljótsdalnum. Í Fljótsdalnum kynntist ég fult af fólki, vann eins og skeppna, gerði góðahluti, helling af stórum og smáum mistökum og fékk nóg. Búin að ákveða það að ég mun ekki koma nálægt þessari vinnu aftur. Ég er ekkert að útiloka svipaða vinnu, bara þetta fyrirtæki. Ég er auðvita þakklát fyrir margt sem gerðist og ég lærði alveg svakalega mikið á þessum sjö mánuðum sem ég dvaldi þarna en þegar maður er búin að tína því sem skiptir mann öllu máli þá er tími til komin að huksa sig virkilega um hvað sé þess virði. Ég sakna einungis fólksins (sumra) sem vann þarna
Það er bara eitt sem ég sakna alveg virkilega það er fólkið sem vann í dalnum; Jóhanna, Gonzalo, Bjarni, Jón Smári, hinn Jón, Áki, Sigmundur, Stefán, Jan, Ársæll, Toggi, Alex, Kristinn, Kristjana, Hrefna, Helle, Hreggviður, Halldóra, Guðrún A, Ben, Brian, Alan, Seamus, Helgi, Gulli og Pétur (held að ég sé ekki að gleyma neinum) ég sakna ykkar bara talsvert.

Ég hætti í skóla vegna þess að ég fann mig ekki í náminu, ætlaði að taka mér frí og finna mig, hvað ég vildi gera, í staðin þá tíndi ég mér.
Í ágúst hætti ég í dalnum og skellti mér til Danmerkur í lýðháskóla, leikskóla eins og margir vilja kalla það. Fyrstu vikurnar fóru í það að púsla mér saman á ný, uppgvötaði þá að mig hafði tildæmis ekkert dreymt síðustu sjö mánuði, ég var mjög þunglynd og var búin að búa mér til búr þar sem ég hafði læst litla sjálfið inni. Í Danmörku byrjaði ég bara alveg upp á nýtt, hvíldist vel, vann úr minni tilfinninga flækju og fór að gera bara það sem mér fannst áhugavert og skemmtilegt, þar kynntist ég nokkrum velvöldum manneskjum og verð þeim ævinlega þakklát fyrir þessa fjórum mánuði af skemmtilegheitum og kúri (huggi).

Nú í árslok og lít yfir farin veg, stend ég uppi sem vonandi sterkari persóna, veit betur og elska heitar og er að öllum líkindum búin að ákveða hvað ég vill læra.
Takk mamma, pabbi, Benni, Hrefna W, Jói, Krisín, Jón, Þorgerður og Reynir, tengdafjölskyldan mín í heild og auðvita vinir mínir (þið vitið hver þið eruð ;)). Takk fyrir að vera til staðar fyrir mig, þolinmæði og ást ykkar er mér ómetanleg. En fyrst og fremst vill ég þakka elskunni minni honum Ingó fyrir allt, ég hef sko ekki verið auðveld þetta árið, ég elska þig svo mikið takk fyrir að gefast ekki upp á mér. Elska þig alveg gersamlega útaf lífinu.

Gleðilegt ár allir saman og megi komandi ár verða skemmtilegt og hamingjuríkt hjá ykkur öllum.

Og auðvita heftur Megas rétt fyrir sér þegar hann segir “ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig”

Annars byrjar þetta ár ekki svo ósvipað, ég er núna atvinnulaus í Danmörku, er að leita mér að vinnu, reyndar er ég búin að fá eitt tilboð og ég er rétt að byrja að sækja um vinnu. Þannig að ég er bara bjartsýn.

Hef nú samt grun um að ekki nokkur maður hafi nennt að klóra sig í gegnum þennan mjög svo langa, þunglynda og væmna pistil... lofa að vera rosa skemmtileg næst, þ.e. ef einhver er nú að lesa bloggið mitt svona yfir höfuð, væri til í smá kommennt ok.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

jájá, ég les sko mjög reglulega bloggið þitt :)

Nafnlaus sagði...

Jáhá maður hefur sko alveg tíma fyrir þig Sigga mín. Alveg rosalega ertu dugleg að skrifa þetta í bloggið þitt segir ýmislegt og að þú ert komin langt. Ég fékk bara tár í augun þetta var svo fallegt.. en ég er líka kannski mega væmin. Vonast til að sjá ykkur fljótlega. Knús knús

Nafnlaus sagði...

gott hjá þér að fara svona vel í gegnum sjálfa þig þetta mættu fleiri gera hummm!

Nafnlaus sagði...

Les alltaf í gegnum allan pistilinn... einhversstaðar verður maður nú að fá að rasa út. En vonandi verður þetta ár bara uppleið.
Kv. drífa

Nafnlaus sagði...

fína fína blóm ég sakna þín líka alveg ofsalega mikið og ég sakna alveg sérstkalega stundanna þegar bímm bímm bímmm var líka.

Nafnlaus sagði...

við vildum bara láta þig vita að við metum það mikið sem þú gerðir fyrir okkur í sumar og að okkur þykir vænt um þig og söknum hafðu það sem allra best þarna í danaveldi þinn bróðir mákona og bróðursonur

Nafnlaus sagði...

mjög góður pistill hhehe ég las hann allan æi hafðu það bara svo gott á þessu ári sakna þín geðveik hér á klakanum knús knús kiss