Eitthvað var hún móðir mín að reka á eftir ferðasögu. Humm svo hér er hún.
Dagur 1
Lagt var af stað eftir snemmbúin (öfugt við síðbúin) kvöldverð hjá Louise, um kl 18 sunnudaginn 18.september. Keyrt sem leið lá þvert yfir Sjáland til G.... þaðan var tekin ferja yfir til Rodsock í Þýskalandi síðan var bara brunað beinustu leið til Tékklands.
Dagur 2
Komum á fyrsti viðkomustaðinn Terazinstadt um kl 9 á mánudags moruninn, þar sem fangabúðir nasista voru skoðaðar. Maður trúir varla að fólk geti verið svona vonnt hvort við annað. En svo er nú það.
Brunuðum þaðan til det böhmiske paradis, sem er voðalega fallegur staðu í norður tékklandi. Í þessum þjóðgarði eru sandsteinsklettar alls ráðandi, voða fallegt allt saman. Við sem sagt gistum í kastala sem kallast Hrúba Skála og er voðalega flottur kastali sem stendur á klettaborg í miðjum þjóðgarðinum. Þar vorum við í 3 daga og dunduðum okkur við allskonar útivist. Fyrst var farið á smá sig námskeið, sigum s.s niður í 30 metra gil alveg við kastalann, (mín var nú svo mikil skræfa að hún treysti sér nú ekki í það ;).
Næst var manni skellt í öryggis línu og rennt yfir gilið, þar sem maður var svo hengdur upp í aðra línu og átti að labba yfir brú, sem saman stóð af þremur böndum, eitt til að labba á og svo tvö til þess að hlada sér í. Ég renndi mér nú yfir nokkrum sinnum en yfir brúnna fór ég sko ekki, ekki þegar maður sá alla sem fóru yfir skjálfa á beinunum.. nei takk ekki fyrir mig. En hinns vegar var geggjað gaman að renna sér yrir. Dálítið langt niður c.a. 35 metrar.
Dagur 3
Fyrst var farið í göngu ferð um þjóðgarðinn, einir 10-13 kílómetrar. Mjög fallegt útsýin en e-ð voru leiðsögumennirnir að misskilja hlutverk sitt í þessari ferð. Löbbuðu fremst og töluðu bara saman á tékknesku og skipuðu bara 2 til þess að vera aftast þá gætu þær séð hvenær allur hópurinn væri saman kominn, þær löbbuðu s.s. bara á undan, stoppuðu reglulega til þess að telja hópinn, voru ekkert að segja okkur frá staðnum, bara stoppað til að taka myndir af umhverfinu... vanntaði svolítið Þorbjörn og Skarphéðinn til þess að þilja upp jarðfræði, sögu og líffræði.
Eftri hádegið var farið í 20 km fjallahjólatúr, ég, í sakleisi mínu skráði mig í lúsera hópinn sem átti bara að hjóla voða stutt, bara svona 7 km. Jahhá nei, við hjóluðum sko bara upp á hæsta tind í nágreninu. Sko áttum að skoða e-n kastala en þegar við komum var hann bara lokaður, en leiðsögumennirnir voru sko búnir að tönglast á því að við tækjum með okkur pening til þess að kaupa okkur hressingu... s.s þá var bara verið að hjóla þessa km. Til þess að fara í sjopppu! Enn og aftur leiðsögumennirnir e-ð að misskilja ferðina. Svo var alltaf verið að flíta sér. Því hraðar sem þið hjólið því fyrr verðum við komin á áfangastað... það var ekki einusinni stoppað til þess að taka myndir... úff. E-ð að misskilja.
Skil ekki alveg svona hóp ferðir. Alltaf þegar sá síðasti nær hópnum þá er lagt af stað aftur eftir pásuna..... hvaða pásu fékk sá sem kom síðastur.... ég s.s. var næstum dáin í þessari ferð. Þá er bara að vona að þeir síðustu verða fyrstir... humm hvenær fæ ég uppreisn æru. Ég var sko ekki síðust heim, mér til mikillar gleði.
Dagur 4
Vöknuðum allt of snemma, pökkuðum auka fötum í tösku og héldum að á sem kallast isar (minnir mig, samt pottþétt ekki skrifað svona). Þar biðu okkur fullt af tveggjamana kanoun, ég settist upp í einn svoleiðis ásamt stúlku kind sem er frá Íran, hún panikkar við minnsta tilefni og rétt eftir að við ýttum báttnum frá landi var okkur sagt að fyrsdta þraut væri að fara niður smá rennu. Úff og auðvita fylltist daman hræslu og talaði út í eitt, þannig að ég spyr hvort við getum hætt við! Nei það var sko ekki hægt...
Þá var brugðið á það ráð að splitta okkur upp og settumst við í sitthvorn bátinn með leiðsögumönnunum. Gekk þessi ferð klakklaust fyrir sig hjá mér en nei daman sem ég var upphaflega með í bát fór sko í vatnið og úff henni var sko kalt. Reyndar var hún ekki sú eina sem hvolfdi nei nei, held að 3 bátar hafi hvolft.heehhe
Þetta var s.s 3 tíma róður og þar sem ég gat bara róið öðrumegin því að kellingin sem ég var með gat bara stýrt öðrumegin, nú er ég því eins og kvasímótó kripplingur...öðrumegin eftir svakalegan róður. ;).
Eftir að hafa snætt nesti og náð smá il í kroppinn var haldið af stað í fjallgöngu og þegar upp var komið var farið að klifra. Þar sem ég var gersamlega búin eftir þennan róður fór ég bara á röltið að taka myndir. Sem ég ætla mér að setja inn á veraldarvefinn einhverntíma í framtíðinni..... humm.
Um kvöldið héldum við síðan upp á það að vera að fara til Prag næsta dag
Dagur 5
Fullhlesst rútan brunaði með okkur til Prag, þar sem við komum okkur fyrir á hótel turist. Eftir að hafa klesst okkur 4 inn á 3 manna herbergi var haldið út á götu strætó húkkaður og brunað í bæinn þar sem tók við hörkuskemmtilegt labb með Jacob og Kræsten.
Eftir að hafa þeysst um bæinn var svo kíkt í nokkrar búðir.... gaman að því.
Sko það er alltaf nokkrar dramadrottningar í svona hópum og átti íranska stelpan heiðurinn í þetta skipti. Hún sakaði eina stelpu, sem hún var með í herbergi á Hruba skala, um að hafa stolið af sér pening. Vildi hún því ekki vera áfram með henni í herbergi og var hún e-ð að reyna að fá mig til þess að vera með sér í herbergi... ég var bara nokkuð ánægð með mína herbergisfélaga og því stóð það, nei þessu var nú ekki lokið, hún vældi svo mikið í kennurunum að það endaði með því að dýnu var skellt á gólfið hjá okkur og svo einhvernvegin endaði það með því að ÉG svaf á gólfinu... humm, (tek það fram að manneskjan er þrítug).
Dagur 6
Byrjuðum á því að rölta svipaðan hring í Prag en núna með opinberum leiðsögumanni reyndar eftir að hafa tekið svakalegan rúnt í borginni af því að bílstjórarnir villtust örlítið.
Eftir túrinn fórum við rölta um og skoða í búðir, mín verslaði nú ekkert því að það er ekkert ódýrara að versla þarna heldur en hér í DK. svo vildu stelpukindurnar bara skoða í búðir sem eru líka með útibú hér í Köben, og með nákvæmlega saman vöru úrval og verð. Það tók mig smá tíma að fá þær til þess að samþykja að skipta hópnum því að við vorum 4 saman og því fór alveg svakalegur tími í það að bíða eftir fólki......... tala ekki meira um það. En loks þegar ég fékk nú að valsa um á mínum forsendum þá fóru 2 bara í fýlu við mig og það er fyrst núna 2 vikum seinna að ég nenni að tala við þær.. ohh svo minniháttar. En allt endaði nú bara ágætlega. Takk fyrir.
Dagur 7
Dótinu pakkað í rútuna og haldið í bæinn.
Um tvennt var að velja þennan síðasta dag í Prag, annað hvort að fara á listasafnið með Kræsten eða fara á markaðinn með Jacob. Ég fór í ferðina á markaðinn og var það nú barasta svakaleg ferð, röltum svo bara um og skoðuðum prag, allt á mínum forsendum, nennti ekki að spá í einhverjar litlar ofdekraðar frekjudósir.
Við snæddum svo flest saman á ítölskum veitingastað, ég og Martin, grænlenskur orkubolti, hættum á að panta okkur kjúkling sem var með bláosti og parmesan kartöflum.... úfff ég held að ég hafi aldrei borðað jafn mikinn ost. Nú er alltaf jafn fyndið að segja bara blá ostur við Martin... smá svona einkahúmor...
Haldið var að rútunni og sem leið lá heim til Hilleröd.
Dagur 8
Komum til Hilleröd um kl 9 um morgunin og þá brá ég mér niður til Kaupmannahafnar til þess að berja Ingólf augum. Fórum við hjónakornin í dýragarðinn og skemmtum okkur konunglega.
fimmtudagur, október 06, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Þetta er bara nokkuð gott hjá þér það gerist ýmislegt til sjós!!!!!!!!!!!!!
Þetta var svo mikið að ég næstum því nennti ekki að lesa það... en ég nennti því nú samt og langar núna rosalega mikið til útlanda! :)
Skrifa ummæli