þar sem við hjónakornin erum boðin í barnaafmæli (aðra tilraun) núna á sunnudaginn þá hef ég svona verið að horfa eftir smá afmælisgjöf handa litla kútnum. Já já hægara sagt en gert, í fyrsta lagi hvað gefur maður strák í eins árs afmælisgjöf? ok svona flest leikföngin eru með svona aldurshæfismerkingu á umbúðunum. ok ok ekkert mál. En afhverju þurfa öll þessi leikföng að vera með einhverjum geðsjúkum hlóðum og ganga fyrir milljón batteríum? ég bara spyr. ég vill ekki gera nokkrum manni það að gefa barninu slíkt leikfang. púff.
kv. Sigga sem heldur leitinni áfram!
miðvikudagur, október 12, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Jú kauptu eitthvað virkilega hávært..heheh svona eins og Heimir gaf Rebekku og Lindu í jólagjöf það var náttúrulega bara snilld....
Skrifa ummæli