Fyrsti vetrardagur!
Nú er semsagt byrjað að snjóa á noruðurslóð. Það er á svona stundum sem ég spyr mig, afhverju fórstu ekki til heitara lands að læra, afhverju valdir þú þér skóla á hjaraveraldar? já maður spyr sig.
Við systur erum búnar að vera í átaki núna í einar fimm vikur og við förum sem sagt í gymmið um klukkan sex á morgnana og vá hvað það var erfitt í morgun, að líta út um gluggan og sjá að það snjóaði. Mig langaði svo mikið að skríða bara aftur upp í rúm og breiða upp fyrir haus. Nei nei það má ekki sýna nein veikleika merki maður er nú íslendingur og býr á hjaraveraldar (já eða nabbla alheimsins) og verður nú að sýna hvað í sér býr.
þriðjudagur, október 05, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli