föstudagur, október 29, 2004

Þetta er ekki ljóð.... þetta er bara brot af tilfinningum mínum þessa dagana...

Dimmur dagurinn,


kemmst ekki áfram,

þung sref í skólan skunda,

nenni ekki meiru,

get ekki meir,

finn mig ekki þó ég leiti,

horfin er birtan sjónu minni,

mun ég rata,

mun ég sjá.

Klukkan tifar,

tíminn líður,

bráðum skella prófin á,

mun ég ná?


sunnudagur, október 24, 2004

Undur og stórmerki...... haldið ekki að ma og pa séu bara á leið til Kanarí. Meira að segja þá var þetta pabba hubmynd, jú jú ég segi það og skrifa, pabbi minn á leið til sólarlanda... hélt að það myndi nú seint gerast. myndi vilja sjá það með eigin augum hehe..... mamma þú verður að taka myndir ;)

fimmtudagur, október 21, 2004

bruggðið var upp mjög svo athyglisverðri keppni á austurlandinu fagra um daginn og eins og sjá má á myndum eru menn mjög kappalegir. Kíkið á mottukeppnina. Þetta minnir mig á fjölskylduveislur frá mottutímabilinu þar sem allir (þeir eru sko margir.....alveg 5 talsins) bræður pappa voru saman komnir með mjög svo kappalegar mottur... úúfff

föstudagur, október 15, 2004

Sko mér var send þessi slóð og ég tapaði mér næstum úr hlátri, hér eru semsagt ammerískar mæður að slefa yfir tveimur íslenskum leikurum Magnús Scheving, a.k.a. Sportacus og Stefán Karl a.k.a. Robbie Rotten. Hvað finnst ykkur um það að horfa á barnatímann með börnunum (já eða bara án þeirra) til þess að horfa á þessa kroppa. Maggi og Stefán.......?

sunnudagur, október 10, 2004

sjö ár....... já sjö ár
í gær þann níunda október þá héldum við skötuhjúin uppá það að samband okkar hefur verið við líði í heil sjö ár. Fórum við fínt út að borða á La Vita é Bella (tóti takk fyriri okkur kiss kiss) svo skelltum við okkur á myndina wimbledon sem var auðvita hrein snilld.
Dagurinn var reyndar í heild sinni bara hrein snilld takk Ingó ástin mín.

þriðjudagur, október 05, 2004

Fyrsti vetrardagur!

Nú er semsagt byrjað að snjóa á noruðurslóð. Það er á svona stundum sem ég spyr mig, afhverju fórstu ekki til heitara lands að læra, afhverju valdir þú þér skóla á hjaraveraldar? já maður spyr sig.
Við systur erum búnar að vera í átaki núna í einar fimm vikur og við förum sem sagt í gymmið um klukkan sex á morgnana og vá hvað það var erfitt í morgun, að líta út um gluggan og sjá að það snjóaði. Mig langaði svo mikið að skríða bara aftur upp í rúm og breiða upp fyrir haus. Nei nei það má ekki sýna nein veikleika merki maður er nú íslendingur og býr á hjaraveraldar (já eða nabbla alheimsins) og verður nú að sýna hvað í sér býr.