Fór ásamt stórskemmtilegum hóp laganema og þeirra prófessorum í hvalaskoðun í gær á þessum bát. Þrátt fyrir það að við hefðum ekki séð einn einasta hval (Bjarki sá aðeins dauðan fisk og marglittu) þá var þetta stór góð skemmtun, takk fyrir það. Áhöfnin í þessari siglingu saman stóð að tveimur starfsmönnum norðursiglingar og ekki var það verra að þetta voru tvær stelpur, svipurinn á Francesco Milazzo (sem er prófisor í lagadeildinni) þegar hann sá að þessar stelpur voru þær sem áttu að vera með okkur í þessari fer var gersamlega óborganlegur maðurinn stóð bara þarna og starði í mjög langan tíma. Gaman að þessu. Enn og aftur takk æðislega.
laugardagur, september 04, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli