laugardagur, febrúar 07, 2004
jæja þá eru foreldrar mínir komnir aftur heim til sín eftir næturlanga dvöl í sjálfrennireið Eðvaldar á Randabergi en hann er sko bróðir hans föður míns. Jú jú þau fóru á þorrablót Útmannasveitar í Haltalundi, héldu svo heim á leið átta saman um þrjúleitið þá um nóttina, þurftu svo að bíða í bílnum einhverstaðar rétt við Snjóholt svona rétt meðan veðrinu slotaði, héldu þau svo bara heim á leið og mættu svo snjóblásaranum rétt við Mýnes, enn þau nutu ekki aðstoðar björgunarsveitarinna, hún var alltaf á leiðinni til að bjarga þeim. Þar sem ófært var heim að setrinu lögðu þau sig bara á Randabergi. Þá kemur við sögu ökumaðurinn Garðar Þrándur (já hann heitir Þrándur og hann er skildur mér) á blöðru jeppanum sínum og flytur þau heim að setrinu, sem sást ekki vegna fannfergis. Þegar heim var komið þá hringir hún móðir mín í mig svona útaf því að hún lofaði því að hringja þegar hún væri komin heim, enn þá var klukkan farin að ganga 19. enn allt er gott sem endar vel. ( en ekki fylgdi það sögunni hvort þau hefðu þurft að pissa í poka svona eins og Abba og Sirrý), Auðvita má ekki gleyma því að minn elskulegur bróðir Jóhann og hanns kona Kristín voru að sjálfsögðu með í þessari för.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli