mánudagur, febrúar 23, 2004

ég held að ég hafi aldrei áður haft harðsperrur samfleytt í viku, það er ekki góð tilfinning, enn samt líður manni mun betur á sálinni þegar maður hreyfir sig svona mikið.
halló halló er virkilega komin mánudagur, afhverju líður tíminn svona hratt þegar maður er latur og á að vera ógeðslega duglegur, enn þegar maður hefur ekkert að gera þá rétt drullast tíminn áfram.

miðvikudagur, febrúar 18, 2004

Skráið ykkur í fimmuna

mánudagur, febrúar 16, 2004

Góðan dag, góðan dag, glens og grín það er mitt fag, hopp og hí trallalí upp á nefið nú ég sný........ haha nú eru þið (sem kunnið lagið) komin með það á heilan hehehe.
Mikið er það yndislega gott að hafa bíl, ég var alveg búin að venja mig á það að vera bara labbandi ( uuu ekki annað hægt í öllum þessum snjó hér á hjara veraldar, þar sem bílinn minn er á sumardekkjunum og búin að vera fastur í skafli á bílastæðinu síðan fyrir jól) enn núna þegar snjórinn er allur að verða farinn ( í bili hann kemur alveg pottþétt margfaldur núna rétt bráðum) og ég hef fallið í freistni að nota minn heitt elskaða bíl vá þvílíkt lúxus líf. (hvað er ég að nota alla þessa sviga?)
Annars er bara allt gott af okkur að frétta nú er það bara númer eitt tvö og tíu skóli, skóli, skóli, skóli, skóli og jú skóli.....
Tengdaforeldrar mínir eru á leið til Madeira í tveggja vikna ferð, arg... mig langar líka...arg. Hvaða fífl er alltaf að senda þessa sólarferðabæklinga, og þá sérstaklega til námsmanna....ekki setja alla þessa bæklinga hingað á Klettastíginn, það þýðir barasta ekki neitt hér á enginn pening til að fara í rándýrar ( já eða ódýrar) utan(jafnt og innan)landsferðir.
takk fyrir og góða nótt.
Greyin mín skrifið nú í gestabókina mína pllíííss

laugardagur, febrúar 14, 2004

jæja hvað finnst ykkur um nýja útlitið á síðunni....

fimmtudagur, febrúar 12, 2004

Ég tek það fram að ég var ekki á Norðfirði um helgina síðustu, bílinn minn er búin að vera fastur hér á bílastæðinu síðan fyrir jól. Hef samt grun um að það sé grár lanser sé að villa á sér heimildir og sé að klína einhverjum ósóma á minn gráa lanser. Einu sinni var bílinn minn sagður hafa verið keyrður frá bensínstöð á Egilsstöðum án þess að borga bensín þar sem þar átti að hafa verið tekið á bílinn, en þá hafði bílinn minn var þá (líka) fastur á bílastæði við Hússtjórnarskólann á Hallormsstað..... Að öllu gamni slepptu, hvað er um að vera þarna á Austurlandinu, þetta er nú frekar óhugnalegt. Best að hringja í hana Halldóru og spyrja hvað hún hafi verið að gera um helgina......

laugardagur, febrúar 07, 2004

jæja þá eru foreldrar mínir komnir aftur heim til sín eftir næturlanga dvöl í sjálfrennireið Eðvaldar á Randabergi en hann er sko bróðir hans föður míns. Jú jú þau fóru á þorrablót Útmannasveitar í Haltalundi, héldu svo heim á leið átta saman um þrjúleitið þá um nóttina, þurftu svo að bíða í bílnum einhverstaðar rétt við Snjóholt svona rétt meðan veðrinu slotaði, héldu þau svo bara heim á leið og mættu svo snjóblásaranum rétt við Mýnes, enn þau nutu ekki aðstoðar björgunarsveitarinna, hún var alltaf á leiðinni til að bjarga þeim. Þar sem ófært var heim að setrinu lögðu þau sig bara á Randabergi. Þá kemur við sögu ökumaðurinn Garðar Þrándur (já hann heitir Þrándur og hann er skildur mér) á blöðru jeppanum sínum og flytur þau heim að setrinu, sem sást ekki vegna fannfergis. Þegar heim var komið þá hringir hún móðir mín í mig svona útaf því að hún lofaði því að hringja þegar hún væri komin heim, enn þá var klukkan farin að ganga 19. enn allt er gott sem endar vel. ( en ekki fylgdi það sögunni hvort þau hefðu þurft að pissa í poka svona eins og Abba og Sirrý), Auðvita má ekki gleyma því að minn elskulegur bróðir Jóhann og hanns kona Kristín voru að sjálfsögðu með í þessari för.

föstudagur, febrúar 06, 2004

-Meðal súkkulaðistykkið hefur 8 skordýrafætur í því.
Typewriter er lengsta orð sem þú getur myndað með aðeins einni stafalengju lyklaborði.
-Það var tannlæknir sem fann upp rafmagnsstólinn.
-Ameríkanar borða að meðaltali 18 ekrur af pizzu á dag.
-Það eru meiri líkindi á að kampavínskorktappi drepi þig, heldur en eitruð kónguló.
-Forn Egyptar plokkuðu hvert einasta hár á líkamanum af.
-Hnetur eru hluti af innihaldinu í dýnamíti.
-Andrés önd var bannaður í Finnlandi, vegna þess að Andrés er buxnalaus.

staðreyndir



þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Bandaríkjamenn eru klikk. Það sást brjóst í sjónvarpinu ÓÓÓ NEI, bíddu bíddu er ekki allt í lagi með ykkur. Hvort særir blygðunarkend þeirra meira að sjá BRJÓST, horfa á öll þessi klámfengnu tónlistamyndbönd eða horfa á fólk lemja hvort annað sundur og saman í öllum þessum bardaga íþróttum.

hér er smá bútur af frétt á mogganum
Michael Powell, formaður bandarísku fjarskiptanefndarinnar fyrirskipaði í gær rannsókn á atvikinu. Talið er að um 140 milljónir manna hafi fylgst með því í sjónvarpi þegar söngvarinn Justin Timberlake fjarlægði hluta af klæðnaði Jacksons og beraði brjóst hennar.

Ekki var meira um annað talað í Bandaríkjunum í gær en þetta atvik og Hvíta húsið blandaði sér jafnvel í málið. „Okkar skoðun er sú að það sé mikilvægt fyrir fjölkyldur að búast við því að miklar kröfur séu gerðar til sjónvarpsútsendinga," sagði Scott McClellan, talsmaður Bandaríkjastjórnar.

Ég er orðlaus. já ef þetta er það sem særir einhverjar kendir.......svo eru þau að klappa þessu forseta fífli sínu, sjá þau virkilega ekki að þau hafa kosið heimskasta mann í heimi sem forseta og vilja hafa hann áfram. Eigum við ekki bara að reyna að setja Ástþór í forsetaframboð í Bandaríkjunum. Það eru meiri líkur á því að hann vinni þar heldur en hér.

mánudagur, febrúar 02, 2004

Votta Jehóva
Hvað gengur að hjá fólki sem gengur á milli húsa og boðar trú sína. jú jú hér rétt í þessu var bankað létt á hurðina hjá mér og fyrir utan stóðu tvær konur, sem buðu góðan dag og sögðu að það væri ekki bjart framundan fyrir jörðina okkar....... uuuhhh jú jú ... og hvort ég myndi vilja gera eitthvað í því.... að sjálfsögðu.... það væri guðs.......bla bla bla bla, hvað voru þær að reyna að frelsa mig, glætan að ég myndi bjóða þeim inn....þær hefðu drepið mig. enn ég losaði mig nú úr þessu og jú þær gáfu mér bækling og ef ég myndi vilja tala um það sem stendur í biblíunni þá er símanúmer aftan á bæklingnum sem ég get hringt í, ætli margir hafi hringt, fyrir áhugasama þá er númerið 5331660.
Hvað er að.
Þeir sem þekkja mig vita kannski að ég hef ekki og mikið af þolinmæði gagnvart sumu fólki, já eða nánast enga. Nú er svo komið að ég get varla setið í tíma hjá honum Þ...... stærðfræðikennara maðurinn er gersamlega að fara með mig hann bara kann engan vegin að kenna. Í dag misti ég mig bara pínu.... alls ekkert mikið, ég bara sagði það sem öllum bekknum langaði til að segja. Fá hvaða fífl sem er að kenna við þennan skóla eg bara spyr. Við viljum fá Guðmund aftur, engin furða þó að það sé mikið fall í þessum áfanga.
Takk fyrir og njótið vel.