Mér þætti gaman að vita nákvæmlega hvaða dagur það er sem allir danir læsa sokkaskúffunni og pakka niður síðubuxunum. Hér er það nefninilega þannig að bara allt í einu eru allir í kvartbuxum(hehe.. að vera á kvartbuxunum... ætli fólk kvarti meira en vanalega) og sandölum (berfætir). Ég reyi eftir fremsta megni að halda í við þessa tísku, enda er þetta ákv. sparnaðar ráð þar sem maður þarf ekki að þvo sokka og langar buxur hehe.
Héðan er annars bara allt fínt að frétta, skólinn á fullu og það er alveg greinilegt skipulagsleysi kennara (auðvita eru til undantekningar..) er ekki einskorðað við ísalandið. Það er alltaf eins, seinnihluta annar er alltaf klikkað mikið sem á að gera.
Er búin að vera í mestu vandræðum, átti að kaupa "eitthvað" handa unganum sem á að koma í heiminn núna upp úr mánaðarmótum. Hvað veit ég um hvað á að kaupa handa ungabarni ... ekkert... veit ekki hvort kynið það er þannig að það hjálpaði nú ekki, var bara sagt að þeim vantaði "allt" þvílíkar upplýsingar. Þar sem ég þekki Guðveigu nánast ekkert var bara erfiðara að velja. Keypti smá af fötum (gulum hehe) og ákvað svo bara að gefa þeim stóra gjöf ásamt tengdó. Þannig að þau fengu sent smá af ósamstæðum fötum þar sem veit ekkert... en svona er þetta bara. Ég verð nú að komast í gírinn með að versla barnadót þar sem 2 eru á leiðinni í familíunni.
Er annars á leiðinni til Hamborgar á fimmtudaginn þar sem ég mun eyða helginni með Ingó. Það verður sko túristast helling ;) Hlakka svo til að skoða borgina, er búin að fara þarna í gegn nokkrum sinnum og lýst bara svo vel á þessa næststærstu borg Þýskalands.
Í dag, 29. apríl 2007 hefði langamma mín, Oddný Jónasdóttir orðið 100 ár, í til efni dagsins munu afkomendur hennar koma fyrir kross á leiði hennar í kirkjugarði á Stöðvarfirði. Hún lést af barnsförum (er þetta rétta orðið?) aðeins 29 ára, frá manni og fjórum börnum. Guð blessi minningu þína, amma!
nenni ekki meiru... yfir og út
sunnudagur, apríl 29, 2007
sunnudagur, apríl 22, 2007
Mátti til með að blogga þar sem ég á að vera að læra.
Fyrst vill ég óska öldruðum bróður mínum til hamingju með daginn í dag, alveg 34 ára (það er að sejga ef ég er að telja rétt, enda ekki hægt að hafa tölu á þessu) Benni minn ég er nú bara að grínast, til hamingju.
Svo er það litla barnið mitt sem átti afmæli á föstudaginn síðasta, mér finnst ég þurfa að íhuga að panta pláss á elliheimilinu (handa mér sko) en hann bróðursonur minn, eina barnabarn foreldra minna varð 14 ára þann 20. apríl. Jón Gunnar til hamingju með daginn.
Það eru nú nokkrir sem áttu líka nokkrir aðrir afmæli í þessum blessaða mánuði t.d. Sibba, Hafþór Snólfur, Kári, Þórhildur drottning og að ógleymdri nýrri prinsessu sem fæddist í gær. Til hamingju allir, líka þeir sem ég er að gleyma.
bið að heilsa í bili ;)
Fyrst vill ég óska öldruðum bróður mínum til hamingju með daginn í dag, alveg 34 ára (það er að sejga ef ég er að telja rétt, enda ekki hægt að hafa tölu á þessu) Benni minn ég er nú bara að grínast, til hamingju.
Svo er það litla barnið mitt sem átti afmæli á föstudaginn síðasta, mér finnst ég þurfa að íhuga að panta pláss á elliheimilinu (handa mér sko) en hann bróðursonur minn, eina barnabarn foreldra minna varð 14 ára þann 20. apríl. Jón Gunnar til hamingju með daginn.
Það eru nú nokkrir sem áttu líka nokkrir aðrir afmæli í þessum blessaða mánuði t.d. Sibba, Hafþór Snólfur, Kári, Þórhildur drottning og að ógleymdri nýrri prinsessu sem fæddist í gær. Til hamingju allir, líka þeir sem ég er að gleyma.
bið að heilsa í bili ;)
miðvikudagur, apríl 18, 2007
ohhhh ég er bara að verða brjáluð á fólkinu sem ég bý með.
- vaskurinn alltaf fullur af drasli
- eldavélin og ofninn gersamlega viðbjóðslega út subbað
- þetta litla bekkpláss í elhúsinu fullt af mat, matarleyfum, vibba subbi, og óhreinum matarílátum (pottum, diskum osvfr.)
- allir pottar óhreinir
- óhreinar nærbuxur á baðherbergisgólfinu
- framhjáhalds læti fram á nótt
- að þurfa að þola það að vakna um miðja nótt við að það sé verið að blása upp vindsæng til að stunda reiðar á framm á morgun
- að veggirnir eru svo þunnir að ef ég kynni spænsku vissi ég nákvæmlega hvað væri verið að segja
- að ég er búin að vera alveg svakalega þolinmóð þennann tíma og að vera að missa móðinn núna þegar það er bara mánuður eftir af sambúðinni, þær fara heim 12 mai.
Fyrst voru þær svo þægilegar í sambúð en núna eru þær bara í standi (eins og hundarnir) stráka vesen alla daga og það eru sko læti í þeim (talað hátt og hlegið svakalega... ) Fyrstu vikurnar voru þær að biðja mig t.d að passa mig að loka hurðinni minni varlega eftir kl 10....... en núna koma þær ekki heim fyrr en ca. 1 um nóttina og þá með viðhöldin sín með og það ...... ohhh
kv. Sigga pirraða.
p.s það er bara stundum sem ég á svona daga, þar sem ég get snappað yfir minnstu hlutunum. Bara allir litlu hlutirnir eru búnir að safnast upp og svo kemmur bara einn pínuhlutur sem lætur allt fara af stað. Held mig bara inni í herbergi í dag, reyni að hafa sem minnst samskipti við þau sem ég bý með ... vona að þetta jafni sig ef maður lækkar bara undir, svo bara vona að það sjóði ekki uppúr.
- vaskurinn alltaf fullur af drasli
- eldavélin og ofninn gersamlega viðbjóðslega út subbað
- þetta litla bekkpláss í elhúsinu fullt af mat, matarleyfum, vibba subbi, og óhreinum matarílátum (pottum, diskum osvfr.)
- allir pottar óhreinir
- óhreinar nærbuxur á baðherbergisgólfinu
- framhjáhalds læti fram á nótt
- að þurfa að þola það að vakna um miðja nótt við að það sé verið að blása upp vindsæng til að stunda reiðar á framm á morgun
- að veggirnir eru svo þunnir að ef ég kynni spænsku vissi ég nákvæmlega hvað væri verið að segja
- að ég er búin að vera alveg svakalega þolinmóð þennann tíma og að vera að missa móðinn núna þegar það er bara mánuður eftir af sambúðinni, þær fara heim 12 mai.
Fyrst voru þær svo þægilegar í sambúð en núna eru þær bara í standi (eins og hundarnir) stráka vesen alla daga og það eru sko læti í þeim (talað hátt og hlegið svakalega... ) Fyrstu vikurnar voru þær að biðja mig t.d að passa mig að loka hurðinni minni varlega eftir kl 10....... en núna koma þær ekki heim fyrr en ca. 1 um nóttina og þá með viðhöldin sín með og það ...... ohhh
kv. Sigga pirraða.
p.s það er bara stundum sem ég á svona daga, þar sem ég get snappað yfir minnstu hlutunum. Bara allir litlu hlutirnir eru búnir að safnast upp og svo kemmur bara einn pínuhlutur sem lætur allt fara af stað. Held mig bara inni í herbergi í dag, reyni að hafa sem minnst samskipti við þau sem ég bý með ... vona að þetta jafni sig ef maður lækkar bara undir, svo bara vona að það sjóði ekki uppúr.
föstudagur, apríl 13, 2007
Ok eins og fólk veit kannski er að ég og Ingó erum að fara að gifta okkur í sumar. Við erum nánast ekkert búin að plana og já þetta reddast. Er búin að vera að horfa aðeins á amerískann þátt sem heitir bridezillas, vá hvað fólk getur verið crasy. Peningarnir sem fólk er að nota í þetta allt saman. Eitt parið var að spyrja sig hvort þau vildu frekar hús eða stórt brúðkaup, er ekki í lagi með fólk, eyða fleiri millum á einn dag!!
þriðjudagur, apríl 10, 2007
Komin “heim”, reyndar sagði einhver gáfulegur að “home is where the heart is”, þannig að ég er dálítið rugluð í þessu öllu saman, hvar er heim?
Er búin að eiga æðislegan tíma “heima” í Genf.
Ferðin byrjaði í stress kasti þar sem mikil seinkun var á lestinni á leiðinni til Þýskalands en Þjóðverjarnir voru svo sætir að bíða bara eftir okkur sem áttum að halda áfram með þeim. Ég komst s.s. alla leið og átti frábæra 10 daga í örmum míns heitt elskaða. Ég nenni nú ekki að skrifa alla ferðasöguna en hér eru nokkrir punktar:
- Fórum í dagsferð til Lyon í Frakklandi, alltaf langað að koma þangað og varð alls ekki fyrir vonbrigðum.
- Keyptum línuskauta, erum núna eftir mikla þjálfun orðin fær um að standa sjálf og renna okkur í rétta átt án þess að eiga á stórhættu að slasa okkur eða aðra.
- Þar sem veðrið var vægast sagt gott seinnihluta dvalarinnar erum við ögn dekri á hörund en í upphafi frís, engar brunarústir líkt og fyrir ári síðan (tyrkland páskar 06)
- Búin að upplifa hvað er erfitt að tala ekki (né skilja) stakt orð í frönsku, það er ekkert smá óþolandi. Þegar ég kom í terminalið heyrði ég svo mikla dönsku að mér leið eins og ég væri að fara heim. Flugáhöfnin talaði dönsku, mér leið líkt og þegar maður kemur um borð í íslenska vél og það er talað íslensku, ég skildi þau! ( Svo er farið að selja extra tyggjó hér í DK þannig að ...)
- Í Swiss nota menn núna allan frítíma sinn í að fara á skíði, þar sem snjórinn í vetur var ömurlegur og það er fyrst núna sem gott færi er í brekkunum. Þar sem sólin skein gersamlega eins og hún átti lífið að leisa var hægt að þekkja skíðaglaða skandinavíubúa langar leiðir, alveg skelfilega fyndið að sjá suma sem höfðu verið með hjálm og skíðagleraugu (nefbroddurinn og neðrihluti andlits alveg svaka brún en resin hvít .....
- Verslaði frá mér allt vit og er nú á kúpunni og geri ráð fyrir að uppistaðan í matarræðinu verði hrökkbrauð og vatn út mánuðinn
- Fórum að sjálfsögðu út að borða, einu sinni með Ragga og Þórunni (Raggi vinnur með Ingó og Þórunn er konan hans Ragga já... og svo er Raggi bróðir litlu brosandi konunnar á Egilsstöum (löng saga og skemmtileg)) Já já við borðuðum afganskann mat með þeim, takk takk. Rakklett (sagt svona en skrifað einhvernvegin sem ég man ekki) var borðað í fallegu sveitaþorpi með Hafrúnu (vinnur með Ingó) og austurrískri vinkonu hennar. Rakklett er s.s bræddur ostur sem borðaður er með soðnum kartöflum, súrum gúrkum og sultuðum lauk. Svo fórum við hjúin og fengum okkur fondu sem stóð bara ekki undir væntingum. (prófa það samt alveg aftur). Vorum svo að huxa um að fara á Eþíópskann stað en vorum hrædd um að fá ekkert að borða (svartur aulahúmor)
- Á flugvellinum í Genf er ekki selt annað sælgæti en súkkulaði, reyndar ca. Milljón tegundir af súkkulaði en það er allt annað mál.
- Fékk 1 og ½ páska egg. Eitt frá Nóa (númer 1) (takk Hafrún) og svo eitt, hálft (plús... þar sem Ingó er ekki eins gráðugur og ég... ) og var það swissneskt. Það þarf auðvita ekki að koma neinum á óvart að Íslenska eggið var auðvita miklu betra enda var hitt fyllt með konfekti sem var ansi misjafnlega gott, vægast sagt, en það var rosa fallegt!
- Borðaði einusinni á mcdonalds í ferðinni, nokkuð sátt þar sem maturinn stóðst væntingarnar en svo rakst ég á þessa síðu http://www.mcdonaldsmenu.info/ þarna komst ég s.s að því að það sem ég hafði borðað innihélt um 1700 kkal. Ég viðurkenni það að ég borðaði bigtasty(850 kkal), franskar(mið), coke (light =0 kkal) og mcflurry (ísinn með m og m). Er ekki í lagi með þetta.... það hlítur einhver að vera að grínast, er verið að hafa okkur að fíflum. Ég held að ég stiðji Kalla prins af Englandií því að láta banna svona staði.
- Borðaði, drakk og skemmti mér, las nánast ekkert, og núna er ég farin í megrun og lestrarmaraþon.
- Þar sem vorið er aðeins öflugra í Swiss en í DK þá var ofnæmið gersamleg að drepa mig, er ekki hægt að gera eitthvað við þessu... kommon hlýtur einhver að vera með lausn á þessu sem inniheldur ekki pillur, nefsprey og augndropa.
- Náði ekki að hitta Bubbu (sorry Guðbjörgu hehe) og familí, þegar hún vissi af því að ég ætlaði að koma í heimsókn, stakk hún af til Íslands. Maður ætti að skilja sneiðina. Uppgvötaði síðan allt of seint að Elva Rakel býr auðvita líka í Köben en ég var bara of sein þannig að ég vildi ekki vera að hringja.... hvað varð af því að bara “droppa inn”... er maður að verða danskur, að hafna þrándar upprunanum... hvað er að gerast (skrifa sko ekki ske... það er danska hehe...). Ætlaði að eyða tímanum á Svarta demantinum sem er bókasafn en sleppti því og fór bara í Fields, risa verslunarmiðstöð, kennararnir mínir hljóta að sýna því skilning.. ekki???
- Sit núna í lestinni á leið til Esbjerg, klukku tími þangað til ég kem heim í rottuholuna mína. Náði ekki að laga til áður en ég fór, ekki gaman að koma heim í skítinn, ískápurinn tómur og skóli á morgun.
Mikið er samt erfitt að búa svona á sitthvorum staðnum og hittast svona sjaldan, mæli nú ekki með þessu. Þakka bara fyrir skype og önnur hjálparadekk. Elska Ingó minn bara svo endalaust mikið að ég geri allt sem þarf til að hitta hann (væmið ég veit, en bara satt) Takk fyrir fríið, Ingó.
Þið verðið bara að afsaka mál- og stafsetnigavillur (staðreyndir og allann pakkann ef ég á að fara út í smáatriði) ég kann ekkert tungumál þessa dagana, sýnið mér smá skilning.
Læt heyra frá mér fljótlega aftur, þrátt fyrir litla virkni í mér við kommennt þætti mér vænt um nokkur hér fyrir neðan!
Er búin að eiga æðislegan tíma “heima” í Genf.
Ferðin byrjaði í stress kasti þar sem mikil seinkun var á lestinni á leiðinni til Þýskalands en Þjóðverjarnir voru svo sætir að bíða bara eftir okkur sem áttum að halda áfram með þeim. Ég komst s.s. alla leið og átti frábæra 10 daga í örmum míns heitt elskaða. Ég nenni nú ekki að skrifa alla ferðasöguna en hér eru nokkrir punktar:
- Fórum í dagsferð til Lyon í Frakklandi, alltaf langað að koma þangað og varð alls ekki fyrir vonbrigðum.
- Keyptum línuskauta, erum núna eftir mikla þjálfun orðin fær um að standa sjálf og renna okkur í rétta átt án þess að eiga á stórhættu að slasa okkur eða aðra.
- Þar sem veðrið var vægast sagt gott seinnihluta dvalarinnar erum við ögn dekri á hörund en í upphafi frís, engar brunarústir líkt og fyrir ári síðan (tyrkland páskar 06)
- Búin að upplifa hvað er erfitt að tala ekki (né skilja) stakt orð í frönsku, það er ekkert smá óþolandi. Þegar ég kom í terminalið heyrði ég svo mikla dönsku að mér leið eins og ég væri að fara heim. Flugáhöfnin talaði dönsku, mér leið líkt og þegar maður kemur um borð í íslenska vél og það er talað íslensku, ég skildi þau! ( Svo er farið að selja extra tyggjó hér í DK þannig að ...)
- Í Swiss nota menn núna allan frítíma sinn í að fara á skíði, þar sem snjórinn í vetur var ömurlegur og það er fyrst núna sem gott færi er í brekkunum. Þar sem sólin skein gersamlega eins og hún átti lífið að leisa var hægt að þekkja skíðaglaða skandinavíubúa langar leiðir, alveg skelfilega fyndið að sjá suma sem höfðu verið með hjálm og skíðagleraugu (nefbroddurinn og neðrihluti andlits alveg svaka brún en resin hvít .....
- Verslaði frá mér allt vit og er nú á kúpunni og geri ráð fyrir að uppistaðan í matarræðinu verði hrökkbrauð og vatn út mánuðinn
- Fórum að sjálfsögðu út að borða, einu sinni með Ragga og Þórunni (Raggi vinnur með Ingó og Þórunn er konan hans Ragga já... og svo er Raggi bróðir litlu brosandi konunnar á Egilsstöum (löng saga og skemmtileg)) Já já við borðuðum afganskann mat með þeim, takk takk. Rakklett (sagt svona en skrifað einhvernvegin sem ég man ekki) var borðað í fallegu sveitaþorpi með Hafrúnu (vinnur með Ingó) og austurrískri vinkonu hennar. Rakklett er s.s bræddur ostur sem borðaður er með soðnum kartöflum, súrum gúrkum og sultuðum lauk. Svo fórum við hjúin og fengum okkur fondu sem stóð bara ekki undir væntingum. (prófa það samt alveg aftur). Vorum svo að huxa um að fara á Eþíópskann stað en vorum hrædd um að fá ekkert að borða (svartur aulahúmor)
- Á flugvellinum í Genf er ekki selt annað sælgæti en súkkulaði, reyndar ca. Milljón tegundir af súkkulaði en það er allt annað mál.
- Fékk 1 og ½ páska egg. Eitt frá Nóa (númer 1) (takk Hafrún) og svo eitt, hálft (plús... þar sem Ingó er ekki eins gráðugur og ég... ) og var það swissneskt. Það þarf auðvita ekki að koma neinum á óvart að Íslenska eggið var auðvita miklu betra enda var hitt fyllt með konfekti sem var ansi misjafnlega gott, vægast sagt, en það var rosa fallegt!
- Borðaði einusinni á mcdonalds í ferðinni, nokkuð sátt þar sem maturinn stóðst væntingarnar en svo rakst ég á þessa síðu http://www.mcdonaldsmenu.info/ þarna komst ég s.s að því að það sem ég hafði borðað innihélt um 1700 kkal. Ég viðurkenni það að ég borðaði bigtasty(850 kkal), franskar(mið), coke (light =0 kkal) og mcflurry (ísinn með m og m). Er ekki í lagi með þetta.... það hlítur einhver að vera að grínast, er verið að hafa okkur að fíflum. Ég held að ég stiðji Kalla prins af Englandií því að láta banna svona staði.
- Borðaði, drakk og skemmti mér, las nánast ekkert, og núna er ég farin í megrun og lestrarmaraþon.
- Þar sem vorið er aðeins öflugra í Swiss en í DK þá var ofnæmið gersamleg að drepa mig, er ekki hægt að gera eitthvað við þessu... kommon hlýtur einhver að vera með lausn á þessu sem inniheldur ekki pillur, nefsprey og augndropa.
- Náði ekki að hitta Bubbu (sorry Guðbjörgu hehe) og familí, þegar hún vissi af því að ég ætlaði að koma í heimsókn, stakk hún af til Íslands. Maður ætti að skilja sneiðina. Uppgvötaði síðan allt of seint að Elva Rakel býr auðvita líka í Köben en ég var bara of sein þannig að ég vildi ekki vera að hringja.... hvað varð af því að bara “droppa inn”... er maður að verða danskur, að hafna þrándar upprunanum... hvað er að gerast (skrifa sko ekki ske... það er danska hehe...). Ætlaði að eyða tímanum á Svarta demantinum sem er bókasafn en sleppti því og fór bara í Fields, risa verslunarmiðstöð, kennararnir mínir hljóta að sýna því skilning.. ekki???
- Sit núna í lestinni á leið til Esbjerg, klukku tími þangað til ég kem heim í rottuholuna mína. Náði ekki að laga til áður en ég fór, ekki gaman að koma heim í skítinn, ískápurinn tómur og skóli á morgun.
Mikið er samt erfitt að búa svona á sitthvorum staðnum og hittast svona sjaldan, mæli nú ekki með þessu. Þakka bara fyrir skype og önnur hjálparadekk. Elska Ingó minn bara svo endalaust mikið að ég geri allt sem þarf til að hitta hann (væmið ég veit, en bara satt) Takk fyrir fríið, Ingó.
Þið verðið bara að afsaka mál- og stafsetnigavillur (staðreyndir og allann pakkann ef ég á að fara út í smáatriði) ég kann ekkert tungumál þessa dagana, sýnið mér smá skilning.
Læt heyra frá mér fljótlega aftur, þrátt fyrir litla virkni í mér við kommennt þætti mér vænt um nokkur hér fyrir neðan!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)