sunnudagur, mars 19, 2006

Sunnudagar eru dagar lélegs sjónvarpsefnis.

Afhverju er alltaf svona léleg sjónvarpsdagskrá á sunnudögum, er þetta alheimssamsæri eða hvað? Væri ekki nær að hafa föstudags og laugardags dagskránna á sunnudögum? Ég bara spyr. Fólk er hvort eð er úti að skemmtasér á þessum dögum og situr svo á bömmer á sunnudögum og vantar afþreyingu. Reyndar er ég alltaf heima þessi kvöld þannig að ég get voðalítið sagt og sit í þinnku á sunnudögum, ekki eftir að þjóðverjarnir fóru heim. Þeir voru alltaf til í áfengi, furðulegt hvað þau gátu drukkið. Ben kemur stundum með athugasemdir um að við höfum virkilega bara verið heima alla helgina! Hvað er málið, þegar maður vinnur eins og ég veit ekki hvað og fer á fætur á mjög ókristinlegum tíma þá þarf maður bara sinn svefn. Að skilja ekki afhverju maður slefast í rúmið um ellefu á föstudagskvöldi þó að maður sé búin að vera á fótum síðan klukkan 5 um morguninn, búin að vinna 8 tíma og það helminginn af vinnutímanum að þeysast um á full(yfir) hlesstu hjóli og því að skuttlast upp eins og svona 40 stigaganga, 5 hæðir hver og aðeins einn með lyftu. Það er samt ekkert eins og maður hangi heima allan tímann, við erum eins og gamla fólkið skellum okkur í heilsubótargöngur. Ohh hvað maður er orðinn gammall!

Ég er haldin þeim leiðinda sið að fresta öllu fram í það óendanlega, ég bara get ekki hafist handa nema allt sé á leið á heitasta staðinn. Afhverju þarf þetta að vera svona?
Dagskráin var sum sé sú að sækja um skóla hér í Danmörku og jú jú ég kláraði það svo sem. Skilafresturinn var 15.mars síðastliðinn, hér virkar það þannig að maður fyllir út umsóknir fyrir hvern og einn skóla og þarf allskonar staðfest skjöl til þess að sanna að maður hafi nú gert sitt hvað í lífinu. Hvað gerði hún Sigga? Jú hún þurfti þessar sannanir auðvita allaleið frá Íslandinu. Frestaði því að fá skjölin alveg ótrúlega lengi og svo var ég með gersamlega allt niður um mig í þessum efnum. Hefði Ingó ekki verið þarna til að stjórna þessu hefði ég aldrei komið þessum umsóknum í póst. Ég átti líka að skrifa bréf um það afhverju þeir ættu nú að vilja mig í þetta nám, sum sé að dásama sjálfa mig á einni til tveim blaðsíðum, eitthvað sem ég bara er svo góð í! Aftur var það Ingó sem bró mig upp og auðvita Benni bróðir sem hjálpaði mér að snara þessu yfir á baunamálið. Hansi og Guðbjörg lásu svo yfir og þá var barasta allt tilbúið. Ég lærði af þessu en ég efast samt um að þetta hafi læknað frstunaráráttuna. En umsóknin komst úr húsi á réttum tíma með hjálp frá mínu fólki og nú er bara að bíða eftir svari. Sem reyndar kemur ekki fyrr en 28.júlí, hvað er málið með það. Skil ekki!

Við hjónin erum að fara til Tyrklands um páskana, bara svona að komast í annað umhverfi og vona að við getum tekið eitthvað af vori með til baka. Vorið er eitthvað að láta bíða eftir sér hér í baunalandinu, snjórinn vill ekki fara, reyndar er ekkert mikill snjór eiginnileg bara ekkert á íslenskann tommustokk en það er bara svo kallt og æi maður vill bara hafa hlýtt og gott veður.
Það er samt voðalega gaman að fylgjast með dönunum í þessu veðri, leið og sólin skýn þá er allt upp á við, þeir brosa og allt er gott en svo fer þetta um leið og sólinn hverfur og þá draga þeir húfurnar niðurfyrir eyrun og strunsa um. Oft hefur verið talað um að íslendingar stjórnist af veðrinu, ég held að það meigi greina meiri sveiflur í dönunum. Svei mér þá! Svo fær maður þessar spurningar: er ekki rosalega kallt á Íslandi, er ekki rosalega hvasst, er ekki alltaf dimmt, er ekki bla bla bla. Þetta er bara ekkert betra, nema á sumrinn, þá verður auðvita heitara hér. En nú er bara að vona að þessi vindur úr íshafinu hætti að blása hér niður og það fari að vera hlýrra.

Það er annars dálítið stórrt ef núna hjá okkur hjónakornunum, Ingó er að sækja um starfsþjálfun hjá utanríkisþjónustunni og ef hann fær þar inn þá byrjar það í júní og er í hálft ár. Ef ekki þá þarf hann að fara að finna sér sumarvinnu og undirbúa að setjast að á Akureyri næsta vetur, ef hann fær inn þarna þá er bara spurning hvað ég fer að gera. Á ég að vera hér halda áfram í póstinum, finna mér aðra vinnu, fara heim og finna mér vinnu, sækja um eitthvað annað nám (þá á klakanum) ef ég fæ ekki inn í skólanum hér. Á ég að fara heim og bíða eftir svarinu, vera hér og bíða? Hvað ætti ég þá að gera heima? Það væri nú ljúft ef einhver vissi svarið við þessu!

Ég held að ég hafi þetta ekki lengra, enda ekkert gaman að þessu, les þetta hvorteð er ekki nokkur maður. Why bother?

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jújú alltaf að lesa!! Já það getur verið skelfilegt að þurfa að taka allar þessar ákvarðanir.. hvað, hvar, hvenær og allt það. En einhvernveginn tekst manni nú yfirleitt að hitta á rétta ákvörðun... vonandi gerist það hjá þér í þetta sinn allavega. Kv. Drífa

Sigga Hulda sagði...

takk Drífa mín og sömuleiðis alltaf að lesa þó að maður kommennti nú ekki .... kannski maður fari að taka upp á því ;) Hafðu það gott og njóttu síðustu viknanna.

Nafnlaus sagði...

hæ þú kemst að því sem þú villt fyrr eða seinna ekki vera stressa þig svona á þessu þetta kemur allt saman .... ;) sakna þín hér á klakanum