sunnudagur, mars 26, 2006

Sumartími
Jæja í nótt var víst skipt yfir á sumar hér hjá okkur í Danmörkinni, ekki er snjókoman neitt rosalega sumarleg. Held samt í vonina sumarið er vonandi handan slyddunnar.
Við hjónin fórum og horfðum á am. Idol hjá litlu fjölskyldunni í Maríuhæðum og borðuðum fína máltíð og vegna heimsku minnar og hvað hin voru auðtrúa þá misstum við af svona eins og helmingnum af þættinum en fín kvöldstund það, takk fyrir að hafa okkur ;)
Voðalega lítið að frétta, við bæði komin í átak og nú skulu ein 10 kg hverfa af hvoru fyrir sig og hana nú. Ekkert nammi og þar við situr... segji ég og gúffa í mig súkkulaðistykki.... hummm...

En bara að minna á að núna erum við 2 tímum á undan ykkur þarna á klakanum.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ hó og takk fyrir okkur, er enn södd eftir matinn þetta var svooo gott hjá þér Sigga mín. Iss ég horfði bara á Idolið í gærmorgun og bara aftur það sem ég sá.. hehe. Heyrumst og sjáumst vonandi sem fyrst. P.s. Erum búin að kaupa bíl.... :)

Sigga Hulda sagði...

jæja ekki lengi að litlu... hvernig bíll var keyptur?