laugardagur, febrúar 05, 2005

Við hjónakornin skelltum okkur í bíó á myndina Meet the Fockers. Úff þessi mynd er barasta hrein og klár snilld, það er barasta langt síðan ég hló svona mikið yfir bíómynd.
mæli með henni.

Það var hinnsvegar eitt sem fór alveg geggjað mikið í taugarnar á mér, stelpan sem sat við hliðina á mér var sendandi sms og talandi í síman alla focking myndina
hvað er það
það var svo skært ljós á símanum hennar og hún hallaði símanum þannig að ljósið lýsti svona skemmtilega framan í mig
hún snéri símanum s.s. frá vinkonu sinni
svona til þess að pirra hana ekki
því lík tillitsemi....
Hættið þessu sms bulli
ég efast um að þetta hefði ekki mátt bíða þangð til í hléi eða bara þangað til myndin kláraðist.
ok ég er hætt að væla :D

Takk fyrir og góða nótt

1 ummæli:

Didda sagði...

hehehe... mér finnst það bara fyndið! Geri þetta sms trix næst þegar ég fer í bío! ;)