nú er það dugnaður sem einkennir heimilislífið á Klettastígnum, já í það minnsta af minn hálfu ;) þó að seint hafi verið farið á fætur þá er þessi dagur nefndur fyrsti í alvöru próflestri, jú jú haldið þið ekki að mín hafi bara bruggðið sér niður á amtbókasafn(því að ekki var hægt að vera heima vegna þynku bóndans og íbúðin var ekki í góðu ástandi heldur) og setið þar og lært eins og vindurinn. Svo þegar heim var komið þá var Ingó búin að laga voða fínt til og meira að segja búin að skúra....það hefur nú ekki verið gert í manna minnum.... gleði gleði.
Við klúðruðum líka saman einu stikki aðventu kransi sem er að sjálfsögðu stórglæsilegur þó ég segji sjálf frá ;)
Ásdís Erla frænka á svo ammli í dag, til lukku með það......
Hvað eru þessar símaaulýsingar mikil snilld...... sérstaklega engla auglýsingin... þeir eru svo kvennlegir .
Nú er það að prófin nálgast á ljóshraða og þá er best að læra gersamlega ef sér eyrun.... og ég vona að þeir sem eru að fara í próf taki þau með trompi og komi út með glæsi einkunnir ;) gangi ykkur vel
Þið hin sem eruð ekki að fara í próf...... hafið það gott og njótið þess að undirbúa jólin og nýtið tímann vel....
laugardagur, nóvember 27, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli