ahhh... nú er langt síðan ég hef bloggað, það hefur nú ekkert markvisst gerst í mínu litla lífi síðustu daga. Maður reynir nú bara að halda sér á floti þá er það marvaðinn sem blívar ;)
Helgin var snilld og byrjuðum við hjónin á því á föstudaginn að versla jólagjafir og kórónuðum kvöldið með því að kíkja í jólahúsið ohhhh ég veit við erum nett klikkuð en jólin eru alveg að koma :D, nei nei við ákváðum að byrja á jólagjafa kaupum vegna þess að ég er í prófum til 17. des en Ingó er búin þann 6. des (hvað er það ósanngjarnt) og þar sem hann fer sem betur fer heim í héraðið fljótlega eftir að hann klárar þá var þetta eiginilega besti tíminn til þess að brasast í því að versla jólagjafir.... er það nokkuð.
svo á laugardaginn þá fórum við ásamt Öbbu, Auði, Þorgerði og Reyni í bíó og varð fyrir valinu myndin Birgitta Jóns, á barmi örvæntingar. Þessi mynd er að sjálfsögðu bara frábær og vorum við Auður að huxa um að skella okkur á tíusýninguna strax á eftir... en nei það var nú ekki gert og sáum við mikið eftir því.
Sunnudeginum var svo sólundað í að læra fyrir fjárhagsbókhaldspróf, sem ég tók svo með mjög mikilli aðstoð frá Auði .... hehe... takk Auður
annars er ég nú bara að fara á taugum vegna þess hve prófin nálgast hratt.... þetta er búið að líða allt of hratt. og nú er víst best að fara að klára vistfræði verkefnið sem bíður mín...
hafið það nú gott krúttin mín og skrifið nú í gestabókina... já eða segið mér e-ð skemmtilegt í kommentadraslið....
þriðjudagur, nóvember 23, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli