Gaman að veðrinu í Fljótsdalnum, sko ég hef mjög oft spjallað við mjög ákveðna fljótsdælinga um veðrið þarna í þessum dal og jú jú þeir halda því statt og stöðugt að þarna sé alltaf gott veður..... humm hvað er gott veður, er það hita talan á hitamælinum ? eða er það sólskinsstundirnar? hve oft og hve mikið rignir já eða rignir ekki......? ég er búin að uppgvöta þetta því veðrið í dag var mjög sérstakt. Það var sólskin, hitinn var sæmilegur (svona 17-20°C) en það var líka mígandi rigning, háfaða rok já og því fylgdi mikill sandur (þ.e. sandrok). þannig að ef maður tekur út örfá atriði þá var gersamlega bongoblíða í dalnum fagra í dag....... er það ekki annars?
laugardagur, júlí 31, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli