sunnudagur, mars 26, 2006

Sumartími
Jæja í nótt var víst skipt yfir á sumar hér hjá okkur í Danmörkinni, ekki er snjókoman neitt rosalega sumarleg. Held samt í vonina sumarið er vonandi handan slyddunnar.
Við hjónin fórum og horfðum á am. Idol hjá litlu fjölskyldunni í Maríuhæðum og borðuðum fína máltíð og vegna heimsku minnar og hvað hin voru auðtrúa þá misstum við af svona eins og helmingnum af þættinum en fín kvöldstund það, takk fyrir að hafa okkur ;)
Voðalega lítið að frétta, við bæði komin í átak og nú skulu ein 10 kg hverfa af hvoru fyrir sig og hana nú. Ekkert nammi og þar við situr... segji ég og gúffa í mig súkkulaðistykki.... hummm...

En bara að minna á að núna erum við 2 tímum á undan ykkur þarna á klakanum.

miðvikudagur, mars 22, 2006

Ég er bara lítil og saklaus!
Ég var að vinna síðastliðin laugardag sem er svo sem ekki frásögu færandi því að maður á nú að vinna annan hvern laugardag. Nema hvað, ég var alveg að verða búin að dreifa póstinum, klukkan rétt að ganga eitt, kem að götu sem er vægast sagt vafasöm og ber nafnið Lille Istedgade. Er ekki bara fólk að sprauta hvort annað með einhverjum efnum og útum allt liggja sprautur og annar viðbjóður. Við þessa götu stendur Mændens hjemm sem er heimili fyrir heimilislausa, lögregglustöðin og hinu meginn býr fólk með fullt af börnum (já og handan hornsins sat fólk á kaffihúsi, sötraði kaffi og naut vorblíðunnar, trist ik?). Ég er bara svo svakalega lítil og saklaus, hef aldrei orðið vitni að svona sprautu veseni. Ég hef aldrei verið jafn fljót að henda inn póstinum og skúbba mér heim.

sunnudagur, mars 19, 2006

Sunnudagar eru dagar lélegs sjónvarpsefnis.

Afhverju er alltaf svona léleg sjónvarpsdagskrá á sunnudögum, er þetta alheimssamsæri eða hvað? Væri ekki nær að hafa föstudags og laugardags dagskránna á sunnudögum? Ég bara spyr. Fólk er hvort eð er úti að skemmtasér á þessum dögum og situr svo á bömmer á sunnudögum og vantar afþreyingu. Reyndar er ég alltaf heima þessi kvöld þannig að ég get voðalítið sagt og sit í þinnku á sunnudögum, ekki eftir að þjóðverjarnir fóru heim. Þeir voru alltaf til í áfengi, furðulegt hvað þau gátu drukkið. Ben kemur stundum með athugasemdir um að við höfum virkilega bara verið heima alla helgina! Hvað er málið, þegar maður vinnur eins og ég veit ekki hvað og fer á fætur á mjög ókristinlegum tíma þá þarf maður bara sinn svefn. Að skilja ekki afhverju maður slefast í rúmið um ellefu á föstudagskvöldi þó að maður sé búin að vera á fótum síðan klukkan 5 um morguninn, búin að vinna 8 tíma og það helminginn af vinnutímanum að þeysast um á full(yfir) hlesstu hjóli og því að skuttlast upp eins og svona 40 stigaganga, 5 hæðir hver og aðeins einn með lyftu. Það er samt ekkert eins og maður hangi heima allan tímann, við erum eins og gamla fólkið skellum okkur í heilsubótargöngur. Ohh hvað maður er orðinn gammall!

Ég er haldin þeim leiðinda sið að fresta öllu fram í það óendanlega, ég bara get ekki hafist handa nema allt sé á leið á heitasta staðinn. Afhverju þarf þetta að vera svona?
Dagskráin var sum sé sú að sækja um skóla hér í Danmörku og jú jú ég kláraði það svo sem. Skilafresturinn var 15.mars síðastliðinn, hér virkar það þannig að maður fyllir út umsóknir fyrir hvern og einn skóla og þarf allskonar staðfest skjöl til þess að sanna að maður hafi nú gert sitt hvað í lífinu. Hvað gerði hún Sigga? Jú hún þurfti þessar sannanir auðvita allaleið frá Íslandinu. Frestaði því að fá skjölin alveg ótrúlega lengi og svo var ég með gersamlega allt niður um mig í þessum efnum. Hefði Ingó ekki verið þarna til að stjórna þessu hefði ég aldrei komið þessum umsóknum í póst. Ég átti líka að skrifa bréf um það afhverju þeir ættu nú að vilja mig í þetta nám, sum sé að dásama sjálfa mig á einni til tveim blaðsíðum, eitthvað sem ég bara er svo góð í! Aftur var það Ingó sem bró mig upp og auðvita Benni bróðir sem hjálpaði mér að snara þessu yfir á baunamálið. Hansi og Guðbjörg lásu svo yfir og þá var barasta allt tilbúið. Ég lærði af þessu en ég efast samt um að þetta hafi læknað frstunaráráttuna. En umsóknin komst úr húsi á réttum tíma með hjálp frá mínu fólki og nú er bara að bíða eftir svari. Sem reyndar kemur ekki fyrr en 28.júlí, hvað er málið með það. Skil ekki!

Við hjónin erum að fara til Tyrklands um páskana, bara svona að komast í annað umhverfi og vona að við getum tekið eitthvað af vori með til baka. Vorið er eitthvað að láta bíða eftir sér hér í baunalandinu, snjórinn vill ekki fara, reyndar er ekkert mikill snjór eiginnileg bara ekkert á íslenskann tommustokk en það er bara svo kallt og æi maður vill bara hafa hlýtt og gott veður.
Það er samt voðalega gaman að fylgjast með dönunum í þessu veðri, leið og sólin skýn þá er allt upp á við, þeir brosa og allt er gott en svo fer þetta um leið og sólinn hverfur og þá draga þeir húfurnar niðurfyrir eyrun og strunsa um. Oft hefur verið talað um að íslendingar stjórnist af veðrinu, ég held að það meigi greina meiri sveiflur í dönunum. Svei mér þá! Svo fær maður þessar spurningar: er ekki rosalega kallt á Íslandi, er ekki rosalega hvasst, er ekki alltaf dimmt, er ekki bla bla bla. Þetta er bara ekkert betra, nema á sumrinn, þá verður auðvita heitara hér. En nú er bara að vona að þessi vindur úr íshafinu hætti að blása hér niður og það fari að vera hlýrra.

Það er annars dálítið stórrt ef núna hjá okkur hjónakornunum, Ingó er að sækja um starfsþjálfun hjá utanríkisþjónustunni og ef hann fær þar inn þá byrjar það í júní og er í hálft ár. Ef ekki þá þarf hann að fara að finna sér sumarvinnu og undirbúa að setjast að á Akureyri næsta vetur, ef hann fær inn þarna þá er bara spurning hvað ég fer að gera. Á ég að vera hér halda áfram í póstinum, finna mér aðra vinnu, fara heim og finna mér vinnu, sækja um eitthvað annað nám (þá á klakanum) ef ég fæ ekki inn í skólanum hér. Á ég að fara heim og bíða eftir svarinu, vera hér og bíða? Hvað ætti ég þá að gera heima? Það væri nú ljúft ef einhver vissi svarið við þessu!

Ég held að ég hafi þetta ekki lengra, enda ekkert gaman að þessu, les þetta hvorteð er ekki nokkur maður. Why bother?

miðvikudagur, mars 08, 2006

Öskudagurinn....party... lesist á síðunni hjá Ingó

laugardagur, mars 04, 2006

( ) klesst bíl vinar/vinkonu
( ) stolið bíl
(x) verið sagt upp af kærasta/kærustu
(x) verið rekin/n – og ráðin aftur svona korteri seinna hehe
( ) lent í slagsmálum
( ) læðst út meðan þú bjóst ennþá heima hjá foreldrunum
(x) haft tilfinningar til einhvers sem endurgalt þær ekki
( ) verið handtekin/n
( ) farið á blint stefnumót
(x) logið að vini/vinkonu
(x) skrópað í skólanum
( ) horft á einhvern deyja
( ) farið til Canada
( ) farið til Mexico
(x) ferðast í flugvél
( ) kveikt í þér viljandi
(x) borðað sushi
( ) farið á sjóskíði
(x) farið á skíði (sem sagt í snjó)
( ) hitt einhvern sem þú kynntist á internetinu
(x) farið á tónleika
(x) tekið verkjalyf
(x) elskar einhvern eða saknar einhvers akkurat núna
(x) legið á bakinu úti og horft á skýin
(x) búið til snjóengil
(x) haldið kaffiboð
(x) flogið flugdreka
( ) byggt sandkastala
(x) hoppað í pollum
( ) farið í \\\"tískuleik\\\" (dress up)
(x) hoppað í laufblaðahrúgu
(x) rennt þér á sleða
(x) svindlað í leik
(x) verið einmana
(x) sofnað í vinnunni/skólanum
( ) notað falsað skilríki
(x) horft á sólarlagið
( ) fundið jarðskjálfta
( ) sofið undir berum himni
(x) verið kitluð/kitlaður
( ) verið rænd/rændur
(x) verið misskilin/n
(x) klappað hreindýri/geit/kengúru
(x) farið yfir á rauðu ljósi/virt stöðvunaskyldu að vettugi
( ) verið rekin/n eða vísað úr skóla
(x) lent í bílslysi
( ) verið með spangir/góm
(x) liðið eins og þú passaðir ekki inn í/þriðja hjól undir vagni – allt of oft
(x) borðað líter af ís á einu kvöldi – meira en einn ....
(x) fengið deja vu
(x) dansað í tunglskininu
(x) fundist þú líta vel út
(x) verið vitni að glæp
(x) efast um að hjartað segði þér rétt til
( ) verið gagntekin/n af post-it miðum (þið vitið - þessum gulu)
(x) leikið þér berfætt/ur í drullunni
(x) verið týnd/ur
(x) synt í sjónum
(x) fundist þú vera að deyja
(x) grátið þig í svefn
(x) farið í löggu og bófa leik
( ) litað nýlega með vaxlitum
(x) sungið í karaókí – ferlega langt síðan
(x) borgað fyrir máltíð eingöngu með smápeningum
(x) gert eitthvað sem þú lofaðir sjálfri/sjálfum þér að gera ekki
(x) hringt símahrekk
( ) hlegið þannig að gosið frussaðist út um nefið á þér – og orðið fyrir gusu af mjólk og kexi frá syss
(x) stungið út tungunni til að ná snjókorni
(x) dansað í rigningunni
( ) skrifað bréf til jólasveinsins
( ) verið kysst/ur undir mistilteini
(x) horft á sólarupprásina með einhverjum sem þér þykir vænt um
(x) blásið sápukúlur
( ) kveikt bál á ströndinni
(x) komið óboðin/n í partý
( ) verið beðin/n um að yfirgefa partýið sem þú komst óboðin/n í
(x) farið á rúlluskauta/línuskauta
(x) hefur einhver óska þinna ræst
( ) farið í fallhlífastökk – nei en ég, Elfar og Einar Már ætluðum nú að skella okkur einhverntíma
( ) hefur einhver haldið óvænt boð fyrir þig
(x) pissað úti

fimmtudagur, mars 02, 2006

Hún systir mín er að fara að keppa í smíðum í keppninni Iðnneminn 2006. Mín er ekkert smá stollt af liltu syss :D

Vinnan gengur barasta nokkuð vel, aðlögunin gengur bara vel. Það er sko hellingur af stórfurðulegu fólki sem vinnur þarna þannig að ég passa bara nokkuð vel inn í hehe.
Það voru meira að segja slagsmál í vinnunni í dag... aðeins of mikið testósteron.... ehehe mikið var það samt fyndið.
Það er einn ítali að vinna þarna, hann Luka, ferlega skemmtilegur gaur talar enskuskotna dönsku með ítölskum hreim. bara brilli. Hann kann tvö orð í íslensku, Halló kúkalabbi...... gaman að þessu

Í dag þegar ég kom heim úr vinnunni fékk ég algert kast, reif af rúminu og þvoði draslið (veitti ekki af púff), lagaði bara slatta til,bjó um rúmið(með smá hjálp) eldaði svo dýrindis máltíð handa okkur hjónunum, horfði á eina teiknimynd, þreif baðherbergið, fór í sturtu, bloggaði og er á leið í rúmið enda á að vakna kl 5 í fyrramálið. Svona skemmtilegur var s.s dagurinn hjá mér.... júppí

góða nótt!