Ættamótinu er víst lokið og tímabært að skella inn pistil.
Dagur 1.
Loxins þegar við systur mættum á svæðið var komið myrkur kannski útaf því að við lögðum ekki af stað fyrr en eftir vinnu hjá litlu syss s.s 19:30, hvað gerir maður þegar tjalda á í myrkri? jú maður oppnar nokkra bjóra hellir í sig og vonar það besta. Ég held svei mér þá að tjaldinu hafi aldrei verið svona fallega tjaldað og bara á met tíma. Heilsuðum aðeins upp á ættingjan (til þess var þetta ferðalag nú farið), þegar leið á nóttina var þreyta e-ð farin að gera vart við sig og ákváðum við því að skríða í tjaldið.
Dagur 2
Dagurinn byrjaði svo sem vel en svo fór allt til fjandans. Kannski ég hefði ekki átt að vera með þennan miða á mér (á honum stóð víst pick on me)og þar sem ég var e-ð viðkvæm fyrir, var ég víst e-ð pirruð. Sorry allir.
svo vorum við nokkur sem sungum okkur inn í nóttina (takk Bjarni fyrir að bjarga því sem bjarga varð) við syss sváfum svo undir stiga.... góð saga...
Dagur 3
við héldum heim á leið með flensu í farteskinu.....
í heildina litið þá var þetta ágætlega heppnað í flessta staði tölum víst ekki um það sem betur hefði mátt fara. það er víst einróma ákveðið..... hummm er það góð hugmynd.
Stefni svo á svaka ættamót 2010. því að hann Bjarni er í nefnd.... Góður.
Takk fyrir allt
*Og svo bara eitt enn. það eru bara 5 vinnudagar eftir. úff erfiðir að vísu en samt sem áður bara 5..... Takk fyrir það. 10 dagar í að ég fljúgi á vit ævintýranna í Danaveldi. OOOOhhhhhhh ég hlakka svo til ég hlakka alltaf svo til....
Siggan kveður og verður mjög nauðsynlega að koma sér í sturtu (bara svona ef þið vilduð vita)
Góðar stundir
föstudagur, ágúst 12, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
"That which I feared the most came to pass. And what I dread befalls me."
- Proverbs
recipe blue berry cheesecake
HA! Gaman að þessu ;)
Hvurnig væri nú að kommenta undir nafni ekki ostaköku... .
Sigga Hulda
Sæl frænka og takk fyrir skemmtilegt ættarmót. Kannski ég viðurkenni að ég setti miða á bakið á þér sem stóð á Sparkið í mig hehe. Annars var bara mjög gaman að hitta þig og vonandi verður ekki svona langt á milli næst. Kveðja Ásdís Erla
Ertu ekki alveg að verða búin að vinna ? Hér er komin blíða og DK bíður bara eftir siggunni... :)
Ja, i gudanna bænum fardu nu a drifa thig herna ut.
kv. Ingo
Skrifa ummæli