fimmtudagur, ágúst 19, 2004

Nú ég hef yfir gefið Fljótsdalinn og er nú komin aftur heim á Akureyri, lennti á Akureyri um klukkan hálf ellefu að staðartíma.... ekki það að ég hafi komið með flugvél nei nei, ég fékk að fljóta með honum Tóta, en það er sem sagt fyrverandi vinnuveitandi minn, og flugum við semsagt norður á þessum bíl. Það er fyrst núna sem ég skil afhverju fólk vill eiga jeppa...... þessi bíll er meiriháttar.... mig langar í hann.... vill ekki einhver gefa mér þessar rúmar sex millur.... plís.... úff.

Þegar ég byrjaði að vinna í dalnum þá sagði tengdamamma að ég myndi koma til með að læra svo mikið af því að vinna þarna... og hún átti þá við eldamennsku... og ég var nú ekki neitt voða hrifin af því hvernig hún orðaði þetta... hnuss ég tel mig nú bara vel færa í eldhúsinu... en hún hafði þó rétt fyrir sér með lærdóminn, ég er búin að læra heilmikið á þessu sumri kannski ekki í eldamennsku heldur hef ég lært að þekkja ýmiss takmörk bæði hjá mér og öðrum..... heheh...
ég hef tildæmis lært það að...
...ég get auðveldlega lifað af án sjónvarps.
...ég get auðveldlega lifað án sælgætis og gos.
...félagsskapurinn skiptir öllu máli.
...ég eigi að reyna að vera jákvæðari..... humm hef heyrt þetta nokkuð oft... hehe
...þeimmun meira sem maður lærir þeimmun skrítnari verður maður... takk Jón Smári og Bjarni ;)

já og svo margt fleira....

ég kveð sem sagt Fljótsdalinn með söknuði og langar til að þakka Ellu, Tóta, Jóni Smára, Bjarna, Sebastían, Atla, Önnu Marín, Árna og Auði fyrir frábært sumar.... gaman að fá að kynnast ykkur ;) já og svo auðvita öllum hinum.... hehe

Engin ummæli: