laugardagur, apríl 23, 2005

Svona fólk á heiður skilinn. Það mættu fleiri líta aðeins í kringum sig og gefa þeim sem minna meiga sín. þá sérstaklega fólk sem veit ekki aura sinna tal.

sunnudagur, apríl 17, 2005

Þegar ég var lítil...humm... barn, þá átti ég rosalega góða vinkonu, við máttum varla af hvor annari sjá. Við gerðum allskonar vitleysu eins og til dæmis þegar við leystum nokkrar beljur í fjósinu... rústuðum teppinu á ganginum heima hjá henni... nú en þessi vinkona mín á sem sagt afmæli í dag.
Sibba elskan til hamingju með tuttugu og fimm ára afmælið.

laugardagur, apríl 16, 2005

Á þessum nær átta árum sem samband okkar Ingólfs hefur varað, þá hef ég verið skráður eigandi þeirra bifreiða sem við höfum átt og hefur það líka alltaf verið þannig að ég held þessum bifreiðum sæmilega hreinum. Þó aðalega eftir að ég vann í Hraðbúðinni, fyrir þann tíma voru bílarnir bara ekki þrifnir, nema á tillidögum.. enda voru þeir nú ansi subbulegir og varla fólki inn bjóðandi... fólk varð að riðja sér til sætis...Ingó...... (hehe alltaf að kenna öðrum um)
En sem sagt þá var ég að þrífa bílinn minn, sem er næstum því fornbíll, hvítur bens 1981 módel (Skutbíll) sem ég er afspyrnu stolt að eiga (í félagi með Benna bróður). ef fólk veit ekki hvernig bíl ég er að meina þá er hann nákvæmlega eins og bíllinn sem Nonni Arngríms keyrði um til margra ára. en.....
vá...
Það er nú hægara sagt en gert að þrífa bíla, þá er ég að tala um það að tjöruhreinsa, skrúbba og bóna...... úff... það er ekki skrítið að maður láti líða svona langt á milli svona hreingerninga... því að maður er auðvita búin að gleyma hversu ógeðslegt verk þetta er.
Ohh hvað ég var svekt að ég gat ekki bara sennt hann í gegnum bílaþvottastöðina... það er ekki hægt að setja niður á honum loftnetið og þá var mér bara bannað að fara með hann þarna í gegn...... andsk...
en semsagt tilgangurinn fyrir þessum samhengislausa blaðri er sú að ...

Ingó þú skallt sko fá að þrífa bílinn næst.

fimmtudagur, apríl 14, 2005

úff... ég er að fara í prufu flugtíma á morgun, föstudag. hlakka voðalega mikið til, enda alltaf langað til þess að prufa að sitja sjálf við stjórnvölinn á slíku tæki sem kallast flugvél... hehe og nú er bara að sjá hvernig maður fílar það. humm læt vita af því seinna.......