laugardagur, október 18, 2003

Við hjónin fengum mjög svo óvæntan glaðning í dag. Hún Þorgerður héraðsdómari á Egilsstöðum var stödd hér á Akureyri, hún færði okkur lítinn pakka sem er kannski ekki frásögu færandi nema að hún dvaldi nýlega á hinni fögru eyju Krít við lánuðum henni kortin og einhverja bæklinga sem við höfðum tekið með okkur frá eyjunni þegar við vorum í útskriftarferð. Innihald pakkans á eflaust eftir að verma hjartaræturnar í vetur, pakkinn innihélt raki (sem er mjög svo sterkt áfengi sem þeir sem hafa komið til Grikklands eiga að hava smakkað).
Ég og Birgitta notuðum þetta áfengi sem magameðal og það dugaði svona líka vel. Það er mjög gott að drekka eitt (eða fleiri) glas af sterku áfengi eftir matinn þegar maður er í útlöndum til að forðast magakveisur, þetta þræl virkaði, allavega veiktumst við ekki í þessarri ferð ; )

Engin ummæli: