mánudagur, október 06, 2003

Ég hélt að allir hefðu lesið Ástrík eða minnstakosti séð teiknimyndirnar eða heyrt um gallíu og íbúana í Gaulverjabæ. Ég var að læra með Ingó og Sögu og þau eru að læra Rómarrétt, og Saga spurði hverjir gaular væru, ég hélt að hún væri að grínast, en nei hún hafði bara aldrei lesið Ástrík. Ég er ekki frá því að hún hafi orðið nett pirruð þegar ég spurði aftur og aftur hvort hún hefði virkilega ekki lesið Ástrík, eða vissi ekki hvar Gallía hefði verið. Það hafa bara ekki allir lesið Ástrík. Hafið þið lesið Ástrík?

Engin ummæli: