sunnudagur, desember 10, 2006

Enn eitt dauðaslysið í umferðinni, nú eru 29 (ef ég taldi rétt) látnir á þessu ári og árinu er ekki lokið. Maður bara óskar þess að þetta haldi ekki áfram. Var samt að velta fyrir mér hversu heppinn maður er að enn hafa þessi slys ekki komið við mig eða mína, kannski er maður eigngjarn en það er bara það sem manni dettur í hug. Megi guð veita þeim styrrk sem eiga um sárt að binda.

Annars er það af mér að frétta að það er bara eitt úthald eftir og þar af leiðandi líkur vinnu þann 20. desember, verst að ég er að ná mér í einhverja h******* pest og ég er sko alls ekki að nenna því. Ætlaði að heimsækja Drífu og einkasoninn í fríinu mínu en... komst ekki Kem fljótlega.. lofaði að koma fyrir jól ;)

2 ummæli:

Guðbjörg sagði...

Hvað maður má ekki vera veikur svona rétt fyrir jól... hmm.
En ég hlakka mega til að sjá þig, er engin dagsetning komin á þig... er sko frekar mikið að bíða. Sorry með 26. en Ingó fyrirgefur mér vona ég.
knús til ykkar.

Nafnlaus sagði...

Hér hefur pestin náð fótfestu... innvortis jólahreingerning! mjög óspennandi. Við sjáumst þótt síðar verði :D
Drífa